Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt.
LA Lakers tapaði þriðja leik sínum í röð, að þessu sinni gegn Indiana Pacers. T.J. Warren heldur áfram að fara á kostum hjá Indiana en hann skoraði 39 stig í leiknum. LeBron James var með 31 stig fyrir Lakers og sjö stoðsendingar, en það dugði ekki til. Lakers eru þó auðvitað löngu búnir að tryggja sér efsta sæti Vesturdeildarinnar.
T.J. Warren gets PTS 37, 38 and 39 in CLUTCH fashion. #IndianaStyle pic.twitter.com/d8gOArckjO
— NBA (@NBA) August 9, 2020
Phoenix Suns vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði Miami Heat. Devin Booker var eins og oft áður stigahæstur með 35 stig fyrir Suns.
Tveir leikir fóru í framlengingu. Denver Nuggets vann Utah Jazz eftir tvöfalda framlengingu og Dallas Mavericks sigraði Milwaukee Bucks. Þeir Doncic og Jokic fóru mikinn fyrir sín lið í þeim leikjum.
Nikola Jokic drops 14 of his 30 PTS after the end of regulation to lead the @nuggets to victory over UTA in a double-OT thriller! #WholeNewGame
— NBA (@NBA) August 8, 2020
Jamal Murray & Michael Porter Jr.: 23 PTS each
Donovan Mitchell: 35 PTS (24 in 4Q and OTs) pic.twitter.com/sngfNG6lOn
💫 @luka7doncic drops his NBA-leading 17th triple-double! #MFFL
— NBA (@NBA) August 9, 2020
36 PTS | 14 REB | 19 AST (career-high) pic.twitter.com/LOzLHy5QSb
Öll úrslitin í nótt:
LA Clippers 122-117 Portland
Utah 132-134 Denver
LA Lakers 111-116 Indiana
Phoenix 119-112 Miami
Milwaukee 132-136 Dallas