Sólrún Diego gefur út skipulagsbækur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2020 07:00 Sólrún Diego ætlar að hjálpa Íslendingum að skipuleggja árið 2021. Hún gefur út tvær bækur fyrir þessi jól, en önnur er dagbók sem mun svo koma út árlega. Mynd úr einkasafni Sólrún Diego tilkynnti í gær að hún ætlar að gefa út bók fyrir jólin. Sólrún Diego gaf út eina mest seldu bók ársins 2017, sem hafði titilinn Heima. Þar gaf hún ráð um þrif og fleira tengt heimilinu en í þetta skiptið er áherslan á skipulag. „Þetta eru í raun tvær bækur,“ segir Sólrún í samtali við Vísi. Upprunalega ætlaði Sólrún að gera bara dagbók til að auðvelda fólki að skipuleggja sig. „Svo sögðu vinkonur mínar við mig að þær vissu stundum ekki hvar þær ættu að byrja.“ Það var þá sem Sólrún ákvað að gera líka bók sem færi yfir öll helstu atriði tengt skipulagi hvort sem það eru verkefnalistar, eða skipulag á heimilinu, matarinnkaupum, veislum eða öðru. Bókin er því um skipulagið og dagbókin verður fyrir árið 2021. „Dagbókin getur svo orðið árleg og komið út á hverju ári,“ segir Sólrún spennt. „Þetta á að vera partur af jólabókaflóðinu og vonandi kemur hún í búðir í nóvember.“ Fullt tungl gefur út bækurnar en útgáfufyrirtækið gaf líka út bók hennar Heima, sem toppaði marga metsölulista. „Salan fór fram úr öllum væntingum og seldist nánast alveg upp,“ segir Sólrún um fyrstu bókina. Hún segir að vinna skipulagsbókanna gangi mjög vel. „Við erum að klára að vinna textana og svo fer hún í prófarkalestur. Við stefnum á að klára hana í næsta mánuði.“ Sólrún segir að þessi hugmynd hafi komið upp á þessu ári, en hún er dugleg að sýna frá eigin skipulagi á Instagram þar sem hún hefur hátt í 40.000 fylgjendur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í Covid, þetta er svona Covid-barn,“ segir Sólrún og hlær. Heima var eitthvað sem Sólrún hafði stefnt lengi að því að gera, en nú er hugsunin að búa eitthvað til sem hún sjálf mun nýta sér eins og aðrir. „Marmið mitt er að auðvelda öðrum skipulag, eitthvað sem mörgum finnst erfitt eða jafnvel óyfirstíganlegt. Ég vildi sýna skilvirkar aðferðir á hlutunum, því oft þarf þetta að vera einfalt til þess að hlutirnir gangi smurt fyrir sig.“ Höfundurinn vonar að sem flestir geti nýtt sér báðar bækurnar. „Þetta á alveg að vera óháð aldri og kyni.“ Íris Dögg Einarsdóttir tekur myndirnar fyrir bókina. Plan Sólrúnar er að hafa stílhreint útlit og uppsetningu og myndirnar bjartar og fallegar þannig að þær veiti lesandanum innblástur í leiðinni. „Mér finnst Íris Dögg einfaldlega best og hún myndaði líka brúðkaupið okkar.“ Þó að Sólrún sé þekkt fyrir gott skipulag og sniðuga verkefnalista í dag, var hún alls ekki alltaf skipulagða týpan. „Ég hefði viljað byrja á þessu miklu fyrr. Þetta byrjaði allt saman hjá mér þegar ég byrjaði að búa og var að fara að stofna fjölskyldu. Þá var margt sem þurfti að skipuleggja.“ Sólrún segist alltaf reyna að gera betur á hverjum degi og sífellt leita að nýjum leiðum til þess að láta hlutina ganga betur. „Ég er ekkert búin að sigra skipulag þó að ég sé að gefa út þessa bók,“ bætir Sólrún svo við. Skipulagið hjálpar henni að fá meiri tíma og auðveldar frítímann með eiginmanninum og börnunum tveimur. „Með þessum hætti held ég vel utan um það sem ég er að gera. Eins og ég hef sagt frá áður koma alveg tímabil þar sem ég fæ mikinn kvíða. En ég næ að halda vel utan um sjálfa mig með góðu skipulagi. Þetta er samt mikil vinna og auðvitað dettur maður út af sporinu.“ Sjálf passar hún að svekkja sig alls ekki of mikið á því ef það gerist. Mér finnst best að horfa inn á við, skoða hvað mætti ég gera betur. Ég er alltaf tilbúin að byrja upp á nýtt. Horfi ekki til baka, því maður getur ekki breytt því sem er búið.“ Sólrún segist vita að þetta henti auðvitað ekki öllum en hún hefur þó fengið mjög góð viðbrögð frá sínum fylgjendum við þeim ráðum sem hún gefur á Instagram varðandi skipulag heimilisins. „Það hjálpar mér mest að koma þessu úr hausnum á mér. Ég er oft með hvirfilbyl í höfðinu á mér, margt sem ég á eftir að gera, koma í verk og taka ábyrgð á mínum verkefnum“ Það breytti miklu fyrir heimilislíf Sólrúnar að koma skipulagi á matarinnkaupin og sparaði einnig háar fjárhæðir í leiðinni. Sólrún verslar inn einu sinni í viku út frá matseðli vikunnar. „Það auðveldar mér mest tímann, hvað varðar að ákveða hvað á að vera í matinn og þurfa endalaust að fara í búð. Það er vesen í mínum huga að reyna að hugsa klukkan fimm hvað eigi að hafa í matinn þegar allir eru svangir. Ég kaupi í matinn fyrir nokkra daga en það má samt alveg róterast, ég veit að ég á allt sem þarf. Ég nýt þá tímans miklu betur með börnunum og fjölskyldu eftir vinnu. Heimilið rúllar miklu betur þegar allir vita hvað næsta skref er.“ Fyrsta bók Sólrúnar Diego var ein mest selda bókin árið sem hún kom út.Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Sólrún segir að margir hræðist að skipuleggja sig. Það gleður hana því mikið þegar hún heyrir frá fólki sem hefur fylgt hennar ráðum og fattar hvað skipulag getur haft mikil áhrif. „Það er gaman að hjálpa fólki að byggja sig upp og ná árangri. Ég vil meina að maður nái betri árangri ef maður er skipulagður og sér fyrir sér hlutina og setur sér markmið.“ Að hennar mati er líka mikilvægt að setja sjálfan sig í forgang. „Ég pínu gleymdi mér eftir að ég varð mamma fyrir fimm árum. Þurfti eiginlega að byrja upp á nýtt með þetta en það gengur vel núna. Það líkja þessu margir við súrefnisgrímuna, þú þarft að setja hana fyrst á þig áður en þú hjálpar öðrum.“ Sólrún segir að um tíma hafi hún fengið samviskubit yfir því að fara á æfingar þegar börnin voru heima, en lærði að endurhugsa þetta. „Svo er líka mikilvægt að taka tíma sem par eða hjón. Það er bara nauðsynlegt og ég gæti ekki mælt meira með því. Ef foreldrarnir eru ekki hamingjusamir er erfitt að halda hamingjusamt heimili.“ https://www.instagram.com/p/CDq__jbhlpucXhJIfM4sd1QwPPXjn0sjz6JFCg0/ Það er nóg að gera hjá Sólrúnu í haust en hún er að hefja BS nám í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðla. „Ég vona að ég sjái fleiri hliðar á því sem ég hef verið að gera síðustu fjögur og hálft ár.“ Sólrún útilokar ekki að fara hinum megin við borðið í framtíðinni og vinna með fólki í þeirri stöðu sem hún er núna í. „Það er heillandi að hafa þá reynsluna og gráðuna, það er eitthvað sem ég sé fram á að geta nýtt mér. Ég á ekki eftir að vera alltaf á opinberum samfélagsmiðli,“ viðurkennir Sólrún. Hún á í mjög góðum samskiptum við sína fylgjendur á Instagram og er einnig með dyggan hlustendahóp á hlaðvarpinu sem hún heldur úti með Camillu Rut, sem kallast Bara við. „Það hefur verið ómetanlegt að fá stuðninginn frá fólkinu sem fylgist með. Þetta er dýrmætt og ég væri ekki á þessum stað ef ekki væri fyrir fólkið sem er að fylgjast með og hvetja mig áfram.“ Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Sólrún Diego tilkynnti í gær að hún ætlar að gefa út bók fyrir jólin. Sólrún Diego gaf út eina mest seldu bók ársins 2017, sem hafði titilinn Heima. Þar gaf hún ráð um þrif og fleira tengt heimilinu en í þetta skiptið er áherslan á skipulag. „Þetta eru í raun tvær bækur,“ segir Sólrún í samtali við Vísi. Upprunalega ætlaði Sólrún að gera bara dagbók til að auðvelda fólki að skipuleggja sig. „Svo sögðu vinkonur mínar við mig að þær vissu stundum ekki hvar þær ættu að byrja.“ Það var þá sem Sólrún ákvað að gera líka bók sem færi yfir öll helstu atriði tengt skipulagi hvort sem það eru verkefnalistar, eða skipulag á heimilinu, matarinnkaupum, veislum eða öðru. Bókin er því um skipulagið og dagbókin verður fyrir árið 2021. „Dagbókin getur svo orðið árleg og komið út á hverju ári,“ segir Sólrún spennt. „Þetta á að vera partur af jólabókaflóðinu og vonandi kemur hún í búðir í nóvember.“ Fullt tungl gefur út bækurnar en útgáfufyrirtækið gaf líka út bók hennar Heima, sem toppaði marga metsölulista. „Salan fór fram úr öllum væntingum og seldist nánast alveg upp,“ segir Sólrún um fyrstu bókina. Hún segir að vinna skipulagsbókanna gangi mjög vel. „Við erum að klára að vinna textana og svo fer hún í prófarkalestur. Við stefnum á að klára hana í næsta mánuði.“ Sólrún segir að þessi hugmynd hafi komið upp á þessu ári, en hún er dugleg að sýna frá eigin skipulagi á Instagram þar sem hún hefur hátt í 40.000 fylgjendur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í Covid, þetta er svona Covid-barn,“ segir Sólrún og hlær. Heima var eitthvað sem Sólrún hafði stefnt lengi að því að gera, en nú er hugsunin að búa eitthvað til sem hún sjálf mun nýta sér eins og aðrir. „Marmið mitt er að auðvelda öðrum skipulag, eitthvað sem mörgum finnst erfitt eða jafnvel óyfirstíganlegt. Ég vildi sýna skilvirkar aðferðir á hlutunum, því oft þarf þetta að vera einfalt til þess að hlutirnir gangi smurt fyrir sig.“ Höfundurinn vonar að sem flestir geti nýtt sér báðar bækurnar. „Þetta á alveg að vera óháð aldri og kyni.“ Íris Dögg Einarsdóttir tekur myndirnar fyrir bókina. Plan Sólrúnar er að hafa stílhreint útlit og uppsetningu og myndirnar bjartar og fallegar þannig að þær veiti lesandanum innblástur í leiðinni. „Mér finnst Íris Dögg einfaldlega best og hún myndaði líka brúðkaupið okkar.“ Þó að Sólrún sé þekkt fyrir gott skipulag og sniðuga verkefnalista í dag, var hún alls ekki alltaf skipulagða týpan. „Ég hefði viljað byrja á þessu miklu fyrr. Þetta byrjaði allt saman hjá mér þegar ég byrjaði að búa og var að fara að stofna fjölskyldu. Þá var margt sem þurfti að skipuleggja.“ Sólrún segist alltaf reyna að gera betur á hverjum degi og sífellt leita að nýjum leiðum til þess að láta hlutina ganga betur. „Ég er ekkert búin að sigra skipulag þó að ég sé að gefa út þessa bók,“ bætir Sólrún svo við. Skipulagið hjálpar henni að fá meiri tíma og auðveldar frítímann með eiginmanninum og börnunum tveimur. „Með þessum hætti held ég vel utan um það sem ég er að gera. Eins og ég hef sagt frá áður koma alveg tímabil þar sem ég fæ mikinn kvíða. En ég næ að halda vel utan um sjálfa mig með góðu skipulagi. Þetta er samt mikil vinna og auðvitað dettur maður út af sporinu.“ Sjálf passar hún að svekkja sig alls ekki of mikið á því ef það gerist. Mér finnst best að horfa inn á við, skoða hvað mætti ég gera betur. Ég er alltaf tilbúin að byrja upp á nýtt. Horfi ekki til baka, því maður getur ekki breytt því sem er búið.“ Sólrún segist vita að þetta henti auðvitað ekki öllum en hún hefur þó fengið mjög góð viðbrögð frá sínum fylgjendum við þeim ráðum sem hún gefur á Instagram varðandi skipulag heimilisins. „Það hjálpar mér mest að koma þessu úr hausnum á mér. Ég er oft með hvirfilbyl í höfðinu á mér, margt sem ég á eftir að gera, koma í verk og taka ábyrgð á mínum verkefnum“ Það breytti miklu fyrir heimilislíf Sólrúnar að koma skipulagi á matarinnkaupin og sparaði einnig háar fjárhæðir í leiðinni. Sólrún verslar inn einu sinni í viku út frá matseðli vikunnar. „Það auðveldar mér mest tímann, hvað varðar að ákveða hvað á að vera í matinn og þurfa endalaust að fara í búð. Það er vesen í mínum huga að reyna að hugsa klukkan fimm hvað eigi að hafa í matinn þegar allir eru svangir. Ég kaupi í matinn fyrir nokkra daga en það má samt alveg róterast, ég veit að ég á allt sem þarf. Ég nýt þá tímans miklu betur með börnunum og fjölskyldu eftir vinnu. Heimilið rúllar miklu betur þegar allir vita hvað næsta skref er.“ Fyrsta bók Sólrúnar Diego var ein mest selda bókin árið sem hún kom út.Mynd/Íris Dögg Einarsdóttir Sólrún segir að margir hræðist að skipuleggja sig. Það gleður hana því mikið þegar hún heyrir frá fólki sem hefur fylgt hennar ráðum og fattar hvað skipulag getur haft mikil áhrif. „Það er gaman að hjálpa fólki að byggja sig upp og ná árangri. Ég vil meina að maður nái betri árangri ef maður er skipulagður og sér fyrir sér hlutina og setur sér markmið.“ Að hennar mati er líka mikilvægt að setja sjálfan sig í forgang. „Ég pínu gleymdi mér eftir að ég varð mamma fyrir fimm árum. Þurfti eiginlega að byrja upp á nýtt með þetta en það gengur vel núna. Það líkja þessu margir við súrefnisgrímuna, þú þarft að setja hana fyrst á þig áður en þú hjálpar öðrum.“ Sólrún segir að um tíma hafi hún fengið samviskubit yfir því að fara á æfingar þegar börnin voru heima, en lærði að endurhugsa þetta. „Svo er líka mikilvægt að taka tíma sem par eða hjón. Það er bara nauðsynlegt og ég gæti ekki mælt meira með því. Ef foreldrarnir eru ekki hamingjusamir er erfitt að halda hamingjusamt heimili.“ https://www.instagram.com/p/CDq__jbhlpucXhJIfM4sd1QwPPXjn0sjz6JFCg0/ Það er nóg að gera hjá Sólrúnu í haust en hún er að hefja BS nám í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðla. „Ég vona að ég sjái fleiri hliðar á því sem ég hef verið að gera síðustu fjögur og hálft ár.“ Sólrún útilokar ekki að fara hinum megin við borðið í framtíðinni og vinna með fólki í þeirri stöðu sem hún er núna í. „Það er heillandi að hafa þá reynsluna og gráðuna, það er eitthvað sem ég sé fram á að geta nýtt mér. Ég á ekki eftir að vera alltaf á opinberum samfélagsmiðli,“ viðurkennir Sólrún. Hún á í mjög góðum samskiptum við sína fylgjendur á Instagram og er einnig með dyggan hlustendahóp á hlaðvarpinu sem hún heldur úti með Camillu Rut, sem kallast Bara við. „Það hefur verið ómetanlegt að fá stuðninginn frá fólkinu sem fylgist með. Þetta er dýrmætt og ég væri ekki á þessum stað ef ekki væri fyrir fólkið sem er að fylgjast með og hvetja mig áfram.“
Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira