„Leið eins og einhver hafi sparkað í rassinn á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. ágúst 2020 07:00 Halla lauk við stúdentspróf frá Versló í haus. Miss Universe Iceland 2020 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 21. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe en ekki hefur verið staðfest hvar eða hvenær sú keppni fer fram. Næstu vikur verður kynning á keppendum hér á Vísi. Halla Karen Johnsdóttir er tvítug og lauk stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands síðasta haust. „Ég hef verið að vinna hjá Símanum síðastliðið ár, áður en ég byrjaði hjá Símanum vann ég á elliheimili á Ólafsfirði. Það sem skiptir mig máli er að eldri borgarar fái þann rétt sem þau eiga skilið og langar mig að styðja þann málstað,“ segir Halla. Morgunmaturinn? Það sem ég fæ mér í morgunmat er annað hvort hafragrautur eða grænt boozt. Helsta freistingin? Helsta freistingin mín eru lakkrís hnappar frá nóa. Hvað ertu að hlusta á? Ég elska að hlusta á tónlist og þá helst íslenska tónlist, en hlusta einnig mikið á Frank Ocean. Mér finnst líka gaman að hlusta á podcost og í augnablikinu er ég að hlusta á "þarf alltaf að vera grín, beint í bílinn og hjá Sölva Tryggva". Hvað sástu síðast í bíó? Það sem ég sá síðast í bíó var Just Mercy, sjúklega góð mynd - mæli með! Hvaða bók er á náttborðinu? Bókin sem er á náttborðinu hjá mér eins og er er Rich dad poor dad. Hver er þín fyrirmynd? Mínar fyrirmyndir í lífinu er annars vegar afi minn sem passar uppá að öllum í fjölskyldunni líði vel og er alltaf boðin og búin til að hjálpa þeim sem leita til hans, ásamt ömmu minn sem hefur svo fallegt hjartalag. Svo er það hann pabbi minn sem hefur náð miklum árangri í fjallamennsku með því að setja sé há markmið og gerir hvað hann getur til að ná þeim. Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu? Það sem ég er að gera í sumar er að vinna í Símanum og mæta á æfingar hjá Miss Universe Iceland í frítímanum hef ég verið að keyra um landið og skoða. Uppáhaldsmatur? Uppáhalds maturinn minn er Lax og sushi. Humar og nautakjöt Af þessu tvennu held ég að ég verði að segja nautakjöt. Uppáhaldsdrykkur? Uppáhalds drykkurinn minn er bleikur Oshee. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Frægasta persóna sem ég hef hitt er Friðrik Ómar. Hvað hræðistu mest? Það sem ég hræðist mest er að labba ein seint um kvöldið og það væri einhver að elta mig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það neyðarlegast atvik sem ég hef lent í var að ég var í vinnunni og þurfti að beygja mig niður og mér leið eins og einhver hafi sparkað í rassinn á mér en þegar ég sný mér við fattaði ég að ég hafi rifið klofið á buxunum mínum og var með rassinn úti fyrir framan allt samstarfsfólk mitt. Hverju ertu stoltust af? Það sem ég er stoltust af er að geta séð það jákvæða í öllum og öllu þrátt fyrir að það geti stundum verið erfitt og maður þurfi að stoppa stundum til þess að átta sig á því. Hefurðu einhvern leyndan hæfileika? Ég tel að leyndi hæfileikin minn sé að blaka eyrunum. Hundar eða kettir? Ég held að ég verði að segja hunda þar sem ég á svo sætan hund sem heitir Askja. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það leiðinlegasta sem ég geri er að skipta um á rúminu. En það skemmtilegasta? Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera úti í nátturunni og ferðast. Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér? Ég vonast til að það gefa mér meira sjálfstraust. Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Eftir fimm ár sé ég mig fyrir mér vera komin lang leiðis með master í hagfræði og búin að kaupa mér mína fyrstu íbúð. Miss Universe Iceland Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Miss Universe Iceland 2020 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 21. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe en ekki hefur verið staðfest hvar eða hvenær sú keppni fer fram. Næstu vikur verður kynning á keppendum hér á Vísi. Halla Karen Johnsdóttir er tvítug og lauk stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands síðasta haust. „Ég hef verið að vinna hjá Símanum síðastliðið ár, áður en ég byrjaði hjá Símanum vann ég á elliheimili á Ólafsfirði. Það sem skiptir mig máli er að eldri borgarar fái þann rétt sem þau eiga skilið og langar mig að styðja þann málstað,“ segir Halla. Morgunmaturinn? Það sem ég fæ mér í morgunmat er annað hvort hafragrautur eða grænt boozt. Helsta freistingin? Helsta freistingin mín eru lakkrís hnappar frá nóa. Hvað ertu að hlusta á? Ég elska að hlusta á tónlist og þá helst íslenska tónlist, en hlusta einnig mikið á Frank Ocean. Mér finnst líka gaman að hlusta á podcost og í augnablikinu er ég að hlusta á "þarf alltaf að vera grín, beint í bílinn og hjá Sölva Tryggva". Hvað sástu síðast í bíó? Það sem ég sá síðast í bíó var Just Mercy, sjúklega góð mynd - mæli með! Hvaða bók er á náttborðinu? Bókin sem er á náttborðinu hjá mér eins og er er Rich dad poor dad. Hver er þín fyrirmynd? Mínar fyrirmyndir í lífinu er annars vegar afi minn sem passar uppá að öllum í fjölskyldunni líði vel og er alltaf boðin og búin til að hjálpa þeim sem leita til hans, ásamt ömmu minn sem hefur svo fallegt hjartalag. Svo er það hann pabbi minn sem hefur náð miklum árangri í fjallamennsku með því að setja sé há markmið og gerir hvað hann getur til að ná þeim. Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu? Það sem ég er að gera í sumar er að vinna í Símanum og mæta á æfingar hjá Miss Universe Iceland í frítímanum hef ég verið að keyra um landið og skoða. Uppáhaldsmatur? Uppáhalds maturinn minn er Lax og sushi. Humar og nautakjöt Af þessu tvennu held ég að ég verði að segja nautakjöt. Uppáhaldsdrykkur? Uppáhalds drykkurinn minn er bleikur Oshee. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Frægasta persóna sem ég hef hitt er Friðrik Ómar. Hvað hræðistu mest? Það sem ég hræðist mest er að labba ein seint um kvöldið og það væri einhver að elta mig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Það neyðarlegast atvik sem ég hef lent í var að ég var í vinnunni og þurfti að beygja mig niður og mér leið eins og einhver hafi sparkað í rassinn á mér en þegar ég sný mér við fattaði ég að ég hafi rifið klofið á buxunum mínum og var með rassinn úti fyrir framan allt samstarfsfólk mitt. Hverju ertu stoltust af? Það sem ég er stoltust af er að geta séð það jákvæða í öllum og öllu þrátt fyrir að það geti stundum verið erfitt og maður þurfi að stoppa stundum til þess að átta sig á því. Hefurðu einhvern leyndan hæfileika? Ég tel að leyndi hæfileikin minn sé að blaka eyrunum. Hundar eða kettir? Ég held að ég verði að segja hunda þar sem ég á svo sætan hund sem heitir Askja. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það leiðinlegasta sem ég geri er að skipta um á rúminu. En það skemmtilegasta? Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera úti í nátturunni og ferðast. Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér? Ég vonast til að það gefa mér meira sjálfstraust. Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Eftir fimm ár sé ég mig fyrir mér vera komin lang leiðis með master í hagfræði og búin að kaupa mér mína fyrstu íbúð.
Miss Universe Iceland Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira