Biðin endalausa Hólmfríður Þórisdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:00 Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur löngum verið talin með þeim bestu í heimi og sannarlega má segja að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sé í sérflokki hvað gæði varðar. Því er óskiljanleg sú ringulreið sem ríkir í kringum svokallaðar valkvæðar aðgerðir, þar á meðal liðskiptaaðgerðir. Ljóst er að þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni þar sem í óefni stefnir og hefur verið um árabil. Landlæknir gaf árið 2016 út viðmiðunarmörk um bið eftir heilbrigðiþjónustu. Þar segir að bið eftir skoðun hjá sérfræðingi skuli ekki vera lengri en 30 dagar og aðgerð skuli gerð innan 90 daga. Háleitt og göfugt markmið ekki satt en því miður er raunveruleikinn allur annar. Greinarhöfundur er eins og fleiri í fjölskyldu sinni með laskaðan liðþófa í hné og eftir fjölmargar smáskammtalækningar árum saman, speglanir og sterasprautur þá var ljóst að ekki varð lengra komist. Því var ákveðið að sækja um liðskiptaaðgerð á Landspítalanum. Biðtími eftir skoðun hjá sérfræðingi var ekki 30 dagar eins og viðmiðunarmörkin segja heldur voru þeir rúmlega 200. Þennan tíma má vel kalla falinn biðtíma þar sem hann kemur hvergi fram í tölum Landlæknis um biðlista eftir aðgerðum og bætist við hinn opinbera biðtíma sem er þó langur fyrir. Aðgerðin sjálf var ákveðin í nóvember 2019 og var fyrirhuguð 12 mánuðum síðar en ekki þremur eins og markmiðið er samkvæmt markmiðum Landlæknis. Biðin eftir aðgerðinni er því orðnir 17 mánuðir nú þegar og sér ekki fyrir endann á. Hver er svo staða manneskjunnar sem bíður allan þennan tíma með sinn síversnandi sjúkdóm? Í gegnum nálarauga Landspítalans komast einungis þeir sem eru komnir með miklar skemmdir í liði. Þessu fylgja miklir verkir, sársauki við minnstu hreyfingar og allt þetta hefur áhrif á andlega líðan þess sem bíður. Oft þurfa aðstandendur að hlaupa undir bagga þar sem líkamleg færni sjúklingsins gerir honum oft erfitt um vik að sinna sínum daglegu störfum. Kvalirnar eru linaðar með verkjalyfjum og ekki er óalgengt að sjúklingar séu komnir á morfínskyld lyf þar sem vægari úrræði virka ekki. Samfara þessu eru margir komnir í veikindaleyfi frá vinnu og jafnvel búnir að nýta rétt sinn til veikindaleyfa á meðan biðinni stendur og því án veikindaréttar þegar loks kemur að aðgerð og þeim tíma sem nauðsynlegur er til eftirbata.Samfélagslegur kostnaður er hár og ekki metinn til fjár. Á meðan standa tvær einkareknar skurðstofur reiðubúnar til að grípa inní og aðstoða við að koma íslenska heilbrigðiskerfinu á réttan kjöl og bæta lífsgæði þeirra sem í þessari stöðu eru. Hér með eru heilbrigðisyfirvöld hvött til að grípa til aðgerða strax og koma hópi þessum til aðstoðar sem þarf verulega á henni að halda. Þar sem er vilji, þar er vegur og það þarf kjark að fara hann Höfundur er starfsmaður Miðflokksins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun