Fjöldi nýsmita kórónuveirunnar tvöfaldaðist í Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 06:47 Grímuskyldu hefur víða verið komið á. EPA-EFE/Julien de Rosa Fjöldi nýsmita kórónuveirunnar í Frakklandi tvöfaldaðist síðasta sólarhringinn og segir forsætisráðherra landsins, Jean Castex, ljóst að þjóðin hafi verið á rangri leið í hálfan mánuð. 1397 ný smit hafa verið greind frá því sem var á mánudag og hafa fjórtán látist. Frakkar hafa haft samkomubann þar sem ekki fleiri en fimmþúsund manns mega koma saman og hefur það nú verið framlengt til loka októbermánaðar. Castex biðlaði einnig til sveitarstjórna landsins að herða á reglum um grímunotkun en hann segir að á hverjum degi finnist um 25 hópsýkingar í landinu, samanborið við fimm fyrir þremur vikum og því ljóst að veiran sé að dreifa sér hratt. Grímuskylda er í Frakklandi í almmeningssamgöngutækjum og innandyra í búðum og stofnunum en einstaka borgir og bæir hafa einnig tekið upp slíka skyldu utandyra, þar á meðal í París á fjölförnustu götum borgarinnar. Meira en þrjátíu þúsund manns hafa þegar látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Frakklandi og var ástandið mjög alvarlegt í landinu í mars og apríl þegar flóðbylgja sýkingarinnar reið yfir landið. Tilslakanir voru gerðar í maí og júní eftir að útgöngubann hafði verið í gildi. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. 11. ágúst 2020 23:49 Smituðum fjölgar áfram hratt í heiminum Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast og 737.520 dáið. 11. ágúst 2020 18:02 Franskir ferðamenn meðal látinna í árás í Níger Árásarmenn vopnaðir byssum réðust á hóp ferðamanna sem voru í náttúruskoðun í Níger. Sex franskir ferðamenn, nígerskur bílstjóri og leiðsögumaður voru drepnir í árásinni. 9. ágúst 2020 17:11 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fjöldi nýsmita kórónuveirunnar í Frakklandi tvöfaldaðist síðasta sólarhringinn og segir forsætisráðherra landsins, Jean Castex, ljóst að þjóðin hafi verið á rangri leið í hálfan mánuð. 1397 ný smit hafa verið greind frá því sem var á mánudag og hafa fjórtán látist. Frakkar hafa haft samkomubann þar sem ekki fleiri en fimmþúsund manns mega koma saman og hefur það nú verið framlengt til loka októbermánaðar. Castex biðlaði einnig til sveitarstjórna landsins að herða á reglum um grímunotkun en hann segir að á hverjum degi finnist um 25 hópsýkingar í landinu, samanborið við fimm fyrir þremur vikum og því ljóst að veiran sé að dreifa sér hratt. Grímuskylda er í Frakklandi í almmeningssamgöngutækjum og innandyra í búðum og stofnunum en einstaka borgir og bæir hafa einnig tekið upp slíka skyldu utandyra, þar á meðal í París á fjölförnustu götum borgarinnar. Meira en þrjátíu þúsund manns hafa þegar látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Frakklandi og var ástandið mjög alvarlegt í landinu í mars og apríl þegar flóðbylgja sýkingarinnar reið yfir landið. Tilslakanir voru gerðar í maí og júní eftir að útgöngubann hafði verið í gildi.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. 11. ágúst 2020 23:49 Smituðum fjölgar áfram hratt í heiminum Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast og 737.520 dáið. 11. ágúst 2020 18:02 Franskir ferðamenn meðal látinna í árás í Níger Árásarmenn vopnaðir byssum réðust á hóp ferðamanna sem voru í náttúruskoðun í Níger. Sex franskir ferðamenn, nígerskur bílstjóri og leiðsögumaður voru drepnir í árásinni. 9. ágúst 2020 17:11 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. 11. ágúst 2020 23:49
Smituðum fjölgar áfram hratt í heiminum Heildarfjöldi þeirra sem vitað er að smitast hafa af Covid-19 er kominn yfir 20 milljónir. Nánar tiltekið hafa 20.138.860 smitast og 737.520 dáið. 11. ágúst 2020 18:02
Franskir ferðamenn meðal látinna í árás í Níger Árásarmenn vopnaðir byssum réðust á hóp ferðamanna sem voru í náttúruskoðun í Níger. Sex franskir ferðamenn, nígerskur bílstjóri og leiðsögumaður voru drepnir í árásinni. 9. ágúst 2020 17:11