Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. Ég og pabbi minn vöktum síðan langt fram á nótt kosninganóttina um vorið 2009 til þess að fylgjast með framvindu mála. Og þrátt fyrir að hafa svo gott sem ekkert vit á stjórnmálum, þá vissi ég og fann það greinilega í loftinu að þetta var mikilvæg og söguleg stund og að tímarnir sem framundan yrðu myndu væntanlega líka vera sögulegir. Já, þetta voru spennandi tímar til að lifa! Varla var Vinstri Stjórn Jóhönnu sest í sætin sín þegar að ég heyrði að það ætti að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins! Það átti að gera hana lýðræðislegri sem og, hélt hinn ungi ég alla vega, gera það erfiðara fyrir sitjandi valdastétt að skapa annað Hrun. Enn spennandi, hugsaði ég. En nú byrjar minnið mitt að verða örlítið glappótt. Ég man samt að ég fór og kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni. Ég held að ég hafi merkt „Já“ við allt, en ég man það ekki alveg. Svo bara gleymdi ég alveg þessum fyrirhuguðum breytingum. Og ég er ekki frá því að þjóðin og yfirvöld hafi gert það sama. Ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á neinar breitingar á stjórnarskránni í nokkur ár. Mér var farið að líða smá eins og mig hefði bara dreymt þetta allt saman. Svo einn daginn var Sigmundur Davíð í einhverjum skjölum frá Panama og þurfti að fjúka. Og vandræðalega stuttu eftir það þurfti Bjarni Benedikts að fjúka líka. Og svo fóru Bjarni og Katrín Jakobs allt í einu að vinna saman og viti menn; dag einn heyrði ég Katrínu minnast eitthvað á stjórnarskrárbreytingar. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman. Svo fer ég á einhvern fund þar sem Sigurður Ingi er að segja frá fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni, allt virðist vera í réttum farvegi... En síðan kom allt í einu þessi bomba: Tillagan var að forseti lýðveldisins skuli aðeins vera á valdastóli í tólf ár. Nei, í þetta sinn var mig heldur ekki að dreyma. Einhvern tíma í öllu þessu langa ferli sem sem að þessar stjórnarskrárbreytingar hafa verið, tókst einhverjum að lauma inn þessari fásinnu; Tímamörk á hve lengi forseti getur verið á valdastóli! Ég hreinlega skil ekki hver sé tilgangurinn með því ákvæði. Ég tel nú ekki að hann Guðni Thorlarcius okkar muni vilja vera við stjórnvöllinn alveg til ársins 2032 eða jafn vel lengur. Ég held að hann sé ekki alveg „týpan“ til þess að vera forseti lengur en í tólf ár. En sá möguleiki er fyrir hendi að árið 2028 gengur í garð og að nokkrir aðilar ákveða að gefa kost á sér sem frambjóðendur til forseta Íslands en að enginn þeirra sé jafn góður kostur og Guðni. Hvað ef stór hluti þjóðarinnar, jafn vel yfirgnæfandi meirihluti, myndi telja það betra að hafa Guðna í fjögur ár í viðbót heldur en, hvern þann ímyndaða frambjóðanda sem lesandi getur látið sér detta í hug. En þetta snýst ekki bara um Guðna, það bara vill svo til að hann er forseti í dag á þessum breytingartímum. Sama gæti komið upp þegar eftirmaður Guðna lætur af embætti eftir tólf ár á valdastóli. Hvers vegna á að setja lýðræðinu einhver tímamörk í stjórnarskrána? Ég hef heyrt fólk segja að ástæðan fyrir því að það ætti að hafa tímamörk á valdatíð forseta sé sú að þegar sitjandi forseti má bjóða sig fram eins oft og hann vill þá endar hann eða hún alltaf á að verða endurkjörin. Sem er rétt, hingað til hefur engin sitjandi forseti tapað kosningu. Ólafur hefði getað breytt þeirri „hefð“ árið 2016 en hann dróg framboð sitt til baka áður en á hólminn var komið. Mér þykir sú staðreynd frekar benda sterklega til að það ætti einmitt ekki að hafa tímamörk, það hefur jú sannað sig hingað til að yfirlýstur meirihluti kjósenda vilji hafa þann sem að situr á valdastóli áfram ef hann gefur kost á sér. Síðan 1944 hafa verið sex forsetar á Íslandi. Það þýðir að meðaltali hefur hver forseti verið við völd í 12,6 ár. Það má því segja að það hafi myndast einskonar óformleg hefð, það mætti segja að hver kynslóð hafi sinn forseta. Ég er af Ólafs-kynslóð, pabbi minn er af Ásgeirs-kynslóð, fólk sem að er núna að vaxa úr grasi, stíga inn í heim hinna fullorðinna og nýta sér atkvæðaréttinn í fyrsta sinn er því af Guðna Th.-kynslóðinni. Og mér þykir það skemmtilegt og fallegt fyrirkomulag, en það er bara mín persónulega skoðun. Einnig hef ég heyrt fólk benda á að svona fyrirkomulag; sex ára kjörtímabil og að aðeins megi sitja í tvö ár að hámarki sér mjög algengt erlendis. Sem kann að vera rétt. En þá er rétt að benda á að algengt er í mörgum af okkar næstu nágranalöndum; Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Bretlandi að þar er alls enginn forseti. Í staðinn hafa þau kónga eða drottningar. Og ég sé engann vera að krefjast þess að Guðni Thorlarcius verði krýndur konungur bara af því að það er algengt stjórnarform í löndunum í kringum okkur. Og sé út í þá sálmana farið þá væri hann Ólafur betri kandídat fyrir slíkt. Nafnið hans hljómar alla vega nánast eins og nafnið á fornum noregskonungi; Ólafur Ragnar Fyrsti! Setjum ekki æðsta embætti landsins einhverjar skorður sem við eigum bara eftir að sjá eftir þegar fram líða stundir. Því ef að þjóðinn myndi virkilega vilja að sitjandi forseti mætti aðeins vera við völd í tólf ár, þá mundi þjóðin kjósa einhvern annan en þann sem að situr í embætti. Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. Ég og pabbi minn vöktum síðan langt fram á nótt kosninganóttina um vorið 2009 til þess að fylgjast með framvindu mála. Og þrátt fyrir að hafa svo gott sem ekkert vit á stjórnmálum, þá vissi ég og fann það greinilega í loftinu að þetta var mikilvæg og söguleg stund og að tímarnir sem framundan yrðu myndu væntanlega líka vera sögulegir. Já, þetta voru spennandi tímar til að lifa! Varla var Vinstri Stjórn Jóhönnu sest í sætin sín þegar að ég heyrði að það ætti að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins! Það átti að gera hana lýðræðislegri sem og, hélt hinn ungi ég alla vega, gera það erfiðara fyrir sitjandi valdastétt að skapa annað Hrun. Enn spennandi, hugsaði ég. En nú byrjar minnið mitt að verða örlítið glappótt. Ég man samt að ég fór og kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni. Ég held að ég hafi merkt „Já“ við allt, en ég man það ekki alveg. Svo bara gleymdi ég alveg þessum fyrirhuguðum breytingum. Og ég er ekki frá því að þjóðin og yfirvöld hafi gert það sama. Ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á neinar breitingar á stjórnarskránni í nokkur ár. Mér var farið að líða smá eins og mig hefði bara dreymt þetta allt saman. Svo einn daginn var Sigmundur Davíð í einhverjum skjölum frá Panama og þurfti að fjúka. Og vandræðalega stuttu eftir það þurfti Bjarni Benedikts að fjúka líka. Og svo fóru Bjarni og Katrín Jakobs allt í einu að vinna saman og viti menn; dag einn heyrði ég Katrínu minnast eitthvað á stjórnarskrárbreytingar. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman. Svo fer ég á einhvern fund þar sem Sigurður Ingi er að segja frá fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni, allt virðist vera í réttum farvegi... En síðan kom allt í einu þessi bomba: Tillagan var að forseti lýðveldisins skuli aðeins vera á valdastóli í tólf ár. Nei, í þetta sinn var mig heldur ekki að dreyma. Einhvern tíma í öllu þessu langa ferli sem sem að þessar stjórnarskrárbreytingar hafa verið, tókst einhverjum að lauma inn þessari fásinnu; Tímamörk á hve lengi forseti getur verið á valdastóli! Ég hreinlega skil ekki hver sé tilgangurinn með því ákvæði. Ég tel nú ekki að hann Guðni Thorlarcius okkar muni vilja vera við stjórnvöllinn alveg til ársins 2032 eða jafn vel lengur. Ég held að hann sé ekki alveg „týpan“ til þess að vera forseti lengur en í tólf ár. En sá möguleiki er fyrir hendi að árið 2028 gengur í garð og að nokkrir aðilar ákveða að gefa kost á sér sem frambjóðendur til forseta Íslands en að enginn þeirra sé jafn góður kostur og Guðni. Hvað ef stór hluti þjóðarinnar, jafn vel yfirgnæfandi meirihluti, myndi telja það betra að hafa Guðna í fjögur ár í viðbót heldur en, hvern þann ímyndaða frambjóðanda sem lesandi getur látið sér detta í hug. En þetta snýst ekki bara um Guðna, það bara vill svo til að hann er forseti í dag á þessum breytingartímum. Sama gæti komið upp þegar eftirmaður Guðna lætur af embætti eftir tólf ár á valdastóli. Hvers vegna á að setja lýðræðinu einhver tímamörk í stjórnarskrána? Ég hef heyrt fólk segja að ástæðan fyrir því að það ætti að hafa tímamörk á valdatíð forseta sé sú að þegar sitjandi forseti má bjóða sig fram eins oft og hann vill þá endar hann eða hún alltaf á að verða endurkjörin. Sem er rétt, hingað til hefur engin sitjandi forseti tapað kosningu. Ólafur hefði getað breytt þeirri „hefð“ árið 2016 en hann dróg framboð sitt til baka áður en á hólminn var komið. Mér þykir sú staðreynd frekar benda sterklega til að það ætti einmitt ekki að hafa tímamörk, það hefur jú sannað sig hingað til að yfirlýstur meirihluti kjósenda vilji hafa þann sem að situr á valdastóli áfram ef hann gefur kost á sér. Síðan 1944 hafa verið sex forsetar á Íslandi. Það þýðir að meðaltali hefur hver forseti verið við völd í 12,6 ár. Það má því segja að það hafi myndast einskonar óformleg hefð, það mætti segja að hver kynslóð hafi sinn forseta. Ég er af Ólafs-kynslóð, pabbi minn er af Ásgeirs-kynslóð, fólk sem að er núna að vaxa úr grasi, stíga inn í heim hinna fullorðinna og nýta sér atkvæðaréttinn í fyrsta sinn er því af Guðna Th.-kynslóðinni. Og mér þykir það skemmtilegt og fallegt fyrirkomulag, en það er bara mín persónulega skoðun. Einnig hef ég heyrt fólk benda á að svona fyrirkomulag; sex ára kjörtímabil og að aðeins megi sitja í tvö ár að hámarki sér mjög algengt erlendis. Sem kann að vera rétt. En þá er rétt að benda á að algengt er í mörgum af okkar næstu nágranalöndum; Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Bretlandi að þar er alls enginn forseti. Í staðinn hafa þau kónga eða drottningar. Og ég sé engann vera að krefjast þess að Guðni Thorlarcius verði krýndur konungur bara af því að það er algengt stjórnarform í löndunum í kringum okkur. Og sé út í þá sálmana farið þá væri hann Ólafur betri kandídat fyrir slíkt. Nafnið hans hljómar alla vega nánast eins og nafnið á fornum noregskonungi; Ólafur Ragnar Fyrsti! Setjum ekki æðsta embætti landsins einhverjar skorður sem við eigum bara eftir að sjá eftir þegar fram líða stundir. Því ef að þjóðinn myndi virkilega vilja að sitjandi forseti mætti aðeins vera við völd í tólf ár, þá mundi þjóðin kjósa einhvern annan en þann sem að situr í embætti. Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun