Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 20:04 Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Getty/Hannah McKay Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt. Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira