Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 10:16 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/vilhelm Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. Forstjóri Icelandair segir óvíst hvenær hægt verði að hefja flug til Bandaríkjanna, sem hefur í gegn um tíðina verið stór hluti af ferðaáætlunum félagsins. „Við sjáum í rauninni ekki fyrir hvenær ástandið breytist að einhverju marki í Bandaríkjunum, það fari að opna þar en við höfum gert ráð fyrir því núna síðan í vor, þegar við fórum að stilla upp okkar aðgerðaplönum inn í þetta ástand að þetta óvissuástand gæti varað talsvert lengi og við þyrftum að vera tilbúin undir það,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Leiðarkerfi Icelandair byggir að miklu á því að tengja Norður-Ameríku við Evrópu í gegn um Ísland og hefur félagið haldið úti áætlunarflugi til ýmissa borga Bandaríkjanna og Kanada í gegn um árin. Bogi segir það vissulega breyta miklu að ferðamenn geti ekki flogið til Bandaríkjanna en félagið einblíni á Evrópu núna. „Lönd opna og lönd loka, og þetta verður þannig áfram og við erum undirbúin undir það að það komi góðar fréttir og neikvæðar fréttir eitthvað á víxl áfram, þannig horfum við á það. Þetta verður óvissa í einhvern tíma áfram sem við verðum bara að lifa með.“ Samningur við Boeing setti félagið í betri stöðu fyrir hlutafjárútboðið Icelandair lauk samningsgerð við kröfuhafa og Boeing í vikunni og segir Bogi að til að allt gangi upp í framhaldi af því þurfi að safna nýju hlutafé. Það verkefni fari af stað núna og muni það standa yfir næstu vikurnar. „Að sjálfsögðu er ekkert sérstaklega auðvelt að safna hlutafé á þessum óvissutímum í okkar umhverfi og þess vegna þurfum við að skýra þær myndir sem við getum skýrt eins mikið og við mögulega getum. Það gerum við með samningum við lánadrottna og að raða greiðslu flæði okkar til næstu ára og líka með því að skýra myndina hvað varðar Boeing málið og slíkar skuldbindingar,“ segir Bogi. Samið var við Boeing í vikunni og segir Bogi að viðbótarskaðabætur hafi verið sendar inn vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir. Skuldbindingar félagsins hafi einnig verið minnkað verulega. „Nú er staðan sú að við erum á lokametrunum í samningaviðræðum við stjórnvöld um ábyrgð á lánalínu.“ Samningurinn við Boeing hafi jafnframt leyst ýmislegt. „Við förum í betri stöðu inn í þetta útboð.“ Enn til skoðunar að notast við Airbus flugvélar Boeing Max vélarnar verða framtíðarvélar félagsins og segir Bogi það hafa alltaf vera áætlunina. Vélarnar hafi verið í notkun hjá félagin frá 2012 og þær hafi hentað vel inn í leiðarkerfi þess þar til þær voru kyrrsettar. „Við eins og mörg önnur flugfélög horfum til þess að nota þessar vélar í okkar leiðarkerfi á næstu árum. Stefnan sé að vera með tólf slíkar vélar í notkun. Max vélarnar frá Boeing hafa fengið á sig nokkuð slæmt orðspor eftir að ein slík vél hrapaði vegna bilunar í búnaði vélarinnar. Bogi segir ólíklegt þó að það muni koma í veg fyrir að fólk þori að nýta sér þjónustu félagsins. „Að sjálfsögðu verður fólk smeykt í byrjun, fyrstu vikurnar og jafnvel mánuðina en síðan teljum við að það gangi yfir Ekki sé þó fallið frá því að félagið notist við Airbus flugvélar í framtíðinni. „Nei alls ekki, áður en faraldurinn skall á vorum við í vinnu sem snerist um það að skoða langtímaflotaáætlun og -flotaplön og þar vorum við að skoða Airbus,“ segir Bogi. „Ég geri ráð fyrir því að þegar við komumst í gegn um þetta allt saman að hefja þá bara vinnu aftur, við horfum til þess hvaða vél tekur við af hinni frábæru 757 vél í okkar leiðarkerfi á næstu árum. Það er alls ekki útilokað að við kaupum Airbus-vélar en það er bara allt opið í þeim efnum.“ Komist félagið í gegn um það sem þurfi að gera á næstu vikum, að safna hlutafé og styrkja stöðu félagsins í haust, verði það verulegt tækifæri fyrir félagið á flugvélamarkaði. Enn er vonin sú að hlutafjárútboðið klárist í ágústmánuði en hann segir félagið geta tekið lengri tíma í það. „Staðan er þannig að við höfum súrefni eitthvað áfram þannig að það fer ekki allt á hliðina þó þetta klárist ekki í ágúst, það er ekki það.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Boga í heild sinni hér að neðan. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. 12. ágúst 2020 20:00 Icelandair Hotels fá brúarlán upp á 1.200 milljónir króna Icelandair Hotels, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins, hefur komist að samkomulagi við Arion banka um að keðjan fái 1.200 milljóna króna brúarlán. 12. ágúst 2020 11:36 Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. Forstjóri Icelandair segir óvíst hvenær hægt verði að hefja flug til Bandaríkjanna, sem hefur í gegn um tíðina verið stór hluti af ferðaáætlunum félagsins. „Við sjáum í rauninni ekki fyrir hvenær ástandið breytist að einhverju marki í Bandaríkjunum, það fari að opna þar en við höfum gert ráð fyrir því núna síðan í vor, þegar við fórum að stilla upp okkar aðgerðaplönum inn í þetta ástand að þetta óvissuástand gæti varað talsvert lengi og við þyrftum að vera tilbúin undir það,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Leiðarkerfi Icelandair byggir að miklu á því að tengja Norður-Ameríku við Evrópu í gegn um Ísland og hefur félagið haldið úti áætlunarflugi til ýmissa borga Bandaríkjanna og Kanada í gegn um árin. Bogi segir það vissulega breyta miklu að ferðamenn geti ekki flogið til Bandaríkjanna en félagið einblíni á Evrópu núna. „Lönd opna og lönd loka, og þetta verður þannig áfram og við erum undirbúin undir það að það komi góðar fréttir og neikvæðar fréttir eitthvað á víxl áfram, þannig horfum við á það. Þetta verður óvissa í einhvern tíma áfram sem við verðum bara að lifa með.“ Samningur við Boeing setti félagið í betri stöðu fyrir hlutafjárútboðið Icelandair lauk samningsgerð við kröfuhafa og Boeing í vikunni og segir Bogi að til að allt gangi upp í framhaldi af því þurfi að safna nýju hlutafé. Það verkefni fari af stað núna og muni það standa yfir næstu vikurnar. „Að sjálfsögðu er ekkert sérstaklega auðvelt að safna hlutafé á þessum óvissutímum í okkar umhverfi og þess vegna þurfum við að skýra þær myndir sem við getum skýrt eins mikið og við mögulega getum. Það gerum við með samningum við lánadrottna og að raða greiðslu flæði okkar til næstu ára og líka með því að skýra myndina hvað varðar Boeing málið og slíkar skuldbindingar,“ segir Bogi. Samið var við Boeing í vikunni og segir Bogi að viðbótarskaðabætur hafi verið sendar inn vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir. Skuldbindingar félagsins hafi einnig verið minnkað verulega. „Nú er staðan sú að við erum á lokametrunum í samningaviðræðum við stjórnvöld um ábyrgð á lánalínu.“ Samningurinn við Boeing hafi jafnframt leyst ýmislegt. „Við förum í betri stöðu inn í þetta útboð.“ Enn til skoðunar að notast við Airbus flugvélar Boeing Max vélarnar verða framtíðarvélar félagsins og segir Bogi það hafa alltaf vera áætlunina. Vélarnar hafi verið í notkun hjá félagin frá 2012 og þær hafi hentað vel inn í leiðarkerfi þess þar til þær voru kyrrsettar. „Við eins og mörg önnur flugfélög horfum til þess að nota þessar vélar í okkar leiðarkerfi á næstu árum. Stefnan sé að vera með tólf slíkar vélar í notkun. Max vélarnar frá Boeing hafa fengið á sig nokkuð slæmt orðspor eftir að ein slík vél hrapaði vegna bilunar í búnaði vélarinnar. Bogi segir ólíklegt þó að það muni koma í veg fyrir að fólk þori að nýta sér þjónustu félagsins. „Að sjálfsögðu verður fólk smeykt í byrjun, fyrstu vikurnar og jafnvel mánuðina en síðan teljum við að það gangi yfir Ekki sé þó fallið frá því að félagið notist við Airbus flugvélar í framtíðinni. „Nei alls ekki, áður en faraldurinn skall á vorum við í vinnu sem snerist um það að skoða langtímaflotaáætlun og -flotaplön og þar vorum við að skoða Airbus,“ segir Bogi. „Ég geri ráð fyrir því að þegar við komumst í gegn um þetta allt saman að hefja þá bara vinnu aftur, við horfum til þess hvaða vél tekur við af hinni frábæru 757 vél í okkar leiðarkerfi á næstu árum. Það er alls ekki útilokað að við kaupum Airbus-vélar en það er bara allt opið í þeim efnum.“ Komist félagið í gegn um það sem þurfi að gera á næstu vikum, að safna hlutafé og styrkja stöðu félagsins í haust, verði það verulegt tækifæri fyrir félagið á flugvélamarkaði. Enn er vonin sú að hlutafjárútboðið klárist í ágústmánuði en hann segir félagið geta tekið lengri tíma í það. „Staðan er þannig að við höfum súrefni eitthvað áfram þannig að það fer ekki allt á hliðina þó þetta klárist ekki í ágúst, það er ekki það.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Boga í heild sinni hér að neðan.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. 12. ágúst 2020 20:00 Icelandair Hotels fá brúarlán upp á 1.200 milljónir króna Icelandair Hotels, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins, hefur komist að samkomulagi við Arion banka um að keðjan fái 1.200 milljóna króna brúarlán. 12. ágúst 2020 11:36 Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. 12. ágúst 2020 20:00
Icelandair Hotels fá brúarlán upp á 1.200 milljónir króna Icelandair Hotels, sem er ein stærsta hótelkeðja landsins, hefur komist að samkomulagi við Arion banka um að keðjan fái 1.200 milljóna króna brúarlán. 12. ágúst 2020 11:36
Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33