Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2020 13:28 Búnaður Skyrora bíður átekta á Langanesi. Mynd/Skyrora Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. Skyrora þróar og smíðar eldflaugar með það að markmiði að flytja gervihnetti út í geim. Fyrirtækið vinnur nú að því að þróa eldflaugar til verksins og hluti af því er að skjóta upp minni eldflaugum. Hópur frá Skyrora er nú staddur á Norðausturhorni landsins, nánar tiltekið á Langanesi, þar sem skjóta á upp um fjögurra metra langri eldflaug. Sérstakur gluggi til að skjóta upp eldflauginni opnaðist í gær, en veðurskilyrði voru ekki hagstæð. Það sama er uppi á teningnum í dag en of hvasst er á Langanesi svo að öruggt þyki að skjóta upp eldflauginni, en áfram verður athugað með stöðuna næstu daga. Í stað eldflaugaskotsins geta börn í Langanesbyggð heimsótt skotstaðinn klukkan fimm í dag. Robin Hague, sem stýrir verkefninu, mun taka á móti áhugasömum milli fimm og sex í dag og fara yfir starfsemina skotstað, hvernig skotið fer fram og hvað þarf að hafa í huga fyrir skot svo fátt eitt sé nefnt. Atli Þór Fanndal, frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni, mun aðstoða Robin að þýða á íslensku fyrir yngri börnin. Vegna COVID-19 verður hleypt inn á skotstað í litlum hópum. Þá er takmarkaður fjöldi sem kemst að og því er nauðsynlegt að skrá sig fyrir komu hér, á vef Langanesbyggðar. Langanesbyggð Geimurinn Vísindi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. Skyrora þróar og smíðar eldflaugar með það að markmiði að flytja gervihnetti út í geim. Fyrirtækið vinnur nú að því að þróa eldflaugar til verksins og hluti af því er að skjóta upp minni eldflaugum. Hópur frá Skyrora er nú staddur á Norðausturhorni landsins, nánar tiltekið á Langanesi, þar sem skjóta á upp um fjögurra metra langri eldflaug. Sérstakur gluggi til að skjóta upp eldflauginni opnaðist í gær, en veðurskilyrði voru ekki hagstæð. Það sama er uppi á teningnum í dag en of hvasst er á Langanesi svo að öruggt þyki að skjóta upp eldflauginni, en áfram verður athugað með stöðuna næstu daga. Í stað eldflaugaskotsins geta börn í Langanesbyggð heimsótt skotstaðinn klukkan fimm í dag. Robin Hague, sem stýrir verkefninu, mun taka á móti áhugasömum milli fimm og sex í dag og fara yfir starfsemina skotstað, hvernig skotið fer fram og hvað þarf að hafa í huga fyrir skot svo fátt eitt sé nefnt. Atli Þór Fanndal, frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni, mun aðstoða Robin að þýða á íslensku fyrir yngri börnin. Vegna COVID-19 verður hleypt inn á skotstað í litlum hópum. Þá er takmarkaður fjöldi sem kemst að og því er nauðsynlegt að skrá sig fyrir komu hér, á vef Langanesbyggðar.
Langanesbyggð Geimurinn Vísindi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira