Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 19:34 Rannsóknarskipið Oruc Reis og fylgdarskip þess. Grikkir og Frakkar hafa sömuleiðis sent herskip á vettvang. AP/IHA Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun. Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun.
Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira