Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira