Taka stöðuna á Eurovision í apríl Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 10:48 Eurovision fer fram í maí ef aðstæður leyfa. Vísir/Getty Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31
Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26