Los Angeles liðin verða bæði í „Hard Knocks“ í ár og fyrsti þátturinn er í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 11:45 Það syttust í það að Aaron Donald og félagar í Los Angeles Rams hlaupi út á völl í fyrsta leik en áður verða þeir til umfjöllunar í „Hard Knocks“ þáttunum. Getty/Jayne Kamin-Oncea Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020 NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira