Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Börkur Hrólfsson skrifar 8. janúar 2020 15:30 Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun