Dómararnir í sjokki þegar Regína og Max voru send heim Sóley Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2020 21:30 Úrslitin komu flestum á óvart Vísir/M. Flóvent Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Það mátti heyra saumnál detta þegar úrslitin réðust í Allir geta dansað í kvöld. Regína og Max voru send heim eftir glæsilega frammistöðu. Dómararnir voru orðlausir. Jóhann hafði þetta að segja um úrslitin: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og finnst þetta ekki sanngjarnt. Það er búið að vera unun að fylgjast með Regínu í þessu ferli". Karen tók undir hans orð og bætti við: „Svona er keppnin og maður verður að takast á við það". Selma var algjörlega í sjokki. „Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Er eiginlega brjáluð, mér fannst þau vera á topp þremur en svona er þegar símakosning er annars vegar. Þið getið gengið hnarreist frá borði, glæsileg frammistaða! Fyrirkomulagið í þáttunum er þannig að einkunnir dómara gilda helming á móti símakosningu. Regína og Max fengu samtals 25 í einkunn frá dómurum. Þau fengu níu frá Selmu, átta frá Jóhanni og átta frá Karenu. Þessi einkunn gaf þeim 5 stig sem þau tóku með sér í símakosninguna. Eftir að símakosningu lauk var ljóst að þau voru með fæst stig og voru því send heim. Til viðmiðunar voru Eyfi og Telma neðst eftir einkunnir dómara með 3 stig og Haffi Haff og Sophie efst með 7 stig. Manuela og Jón Eyþór voru næst neðst í kvöld og má því búast við því að þau muni æfa vel alla vikuna. Kveðjustund hjá Regínu og MaxVísir/M. Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann í Minningarsjóð Einars Darra. Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu ÉG Á BARA EITT LÍF og fræðslu og forvarnar verkefninu EITT LÍF. Hægt er að lesa nánar um minningarsjóðinn á heimasíðunni www.eittlif.is. Næsti þáttur, sem fer fram þann 17. janúar, verður með örlítið breyttu sniði. Tvö neðstu pörin úr samanlagðri símakosningu og einkunnum dómara munu há danseinvígi. Dómararnir eiga svo lokaorðið um hvort parið verður sent heim. Vísir var á staðnum og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira