Þetta reddast ekki ... án aðgerða! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 8. janúar 2020 12:00 Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Stjórnendur, yfirlæknar og framkvæmdastjóri hafa lýst áhyggjum af ástandinu og málað það svo sterkum litum að fyrir utanaðkomandi er ekki hægt að skilja orð þeirra öðruvísi en mjög sterkt ákall eftir aðgerðum. Krabbameinsfélagið getur ekki annað en tekið heilshugar undir þær áhyggjur sem komið hafa fram. Ég tel víst að mjög mikið þurfi til að stjórnendur stígi fram á þann hátt sem þeir hafa gert. Augljóst er að þeim er nóg boðið. Þegar þeir sem standa í brúnni lýsa yfir kvíða fyrir vetrinum er auðvelt að gera sér í hugarlund líðan eða vanlíðan samstarfsfólks þeirra sem sinnir sjúklingum alla daga. Staðreyndin er sú að heilbrigðisstarfsfólk er að kikna undan viðvarandi álagi. Við það verður ekki búið. Þá er ónefnt það álag og óöryggi sem staðan veldur hjá þeim sjúklingum og aðstandendum sem eru háðir sérhæfðri þjónustu og bráðaþjónustu. Óöryggi og vantraust á það kerfi sem á að vera hægt að reiða sig á er heilsuspillandi út af fyrir sig. Krabbameinssjúklingar þurfa sérhæfða meðferð sem oft gengur mjög nærri þeim og hefur áhrif á alla sem standa þeim næst. Þeim er nauðsynlegt að geta gengið að öruggri þjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sjúklingarnir þurfa gott aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem í langflestum tilfellum er veitt á Landspítala og mikilvægt er að brugðist sé hratt og vel við. Biðtími á bráðamóttöku er óheyrilega langur og fólk er jafnvel útskrifað án fullnægjandi úrlausna eða viðeigandi úrræða. Í þessari stöðu eykst álag á sjúklinga og aðstandendur enn frekar. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Ástandið á ekki að koma á óvart. Auknum fjölda ferðamanna fyrir nokkrum árum fylgdi viðbótarálag á heilbrigðiskerfið. Sama á við um breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er ekki veikari en áður en hún er að eldast, sem skapar aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Hvort tveggja hefur legið fyrir lengi. Staðan í dag er löngu fyrirséð, án þess að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða. Hér þarf raunverulegar, skipulagðar og fjármagnaðar langtímaaðgerðir, skyndilausnir eru sjaldnast góðar. Tímabundnar skyndilausnir geta hins vegar verið nauðsynlegar á meðan verið er að útfæra varanlegri lausnir. Ekki verður annað séð en að staðan sé þannig núna. Fólk verður að geta gengið að öruggri þjónustu í dag og alla daga. Það krefst án efa fjölbreyttra lausna en þær verður að finna, smáar og stórar. Við erum komin langt fram yfir að geta treyst á að ástandið reddist, sem okkur er annars tamt að gera. Nú verða stjórnvöld að standa með fólkinu í landinu, bretta upp ermar og gera það sem gera þarf. Tími alvöru aðgerða er runninn upp.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar