Fatlaðir fá sanngirnisbætur verði frumvarp að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. janúar 2020 19:58 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. stöð 2 Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira