Vilja heimta kvótann úr höndum hinna ofurríku Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2020 10:21 Ögmundur og Gunnar Smári. Hafa nú tekið höndum saman. Og vilja kvótann heim. Visir/Gulli Helgason Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars. Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars.
Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira