Tvö ár í dag síðan að Liverpool breytti örlögum félagsins með því að selja sinn besta mann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 17:15 Alisson Becker og Virgil van Dijk. Getty/Andrew Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira