Alþingis að færa kvótann heim – almennings að krefjast þess Ögmundur Jónasson skrifar 6. janúar 2020 09:00 Kvótakerfið er ekki eins gamalt og margir ætla. Kerfið í núverandi mynd bjó Alþingi til fyrir aðeins þrjátíu árum. Margir bundu vonir við þetta kerfi, aðrir vöruðu við. Nú er það í verkahring stjórnmálanna að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna, vega þær og meta og breyta því sem breyta þarf. Stjórnmálin hafa brugðist Þetta hafa margir stjórnmálamenn á Alþingi viljað gera á undangengnum þremur áratugum og eiga þeir lof skilið. Það breytir því ekki að þrátt fyrir baráttu og góðan ásetning margra stjórnmálamanna þá hafa stjórnmálin í heild sinni brugðist. Við svöruðum ekki sem skyldi kalli þeirra sem urðu þessu kerfi að bráð; kalli byggða sem misstu réttinn til veiða og þar með lífsbjörgina fyrir samfélögin, kalli þeirra sem misbauð misskiptingin sem kerfið hefur leitt til og kalli þeirra sem ekki vilja sætta sig við að fámennum hópi sé í skjóli laga og dómsvalds heimilað að sölsa undir sig sameiginlega þjóðareign. Sameign gerð að prívateign Kvótakerfinu – úthlutun aflaheimilda – var komið á laggirnar árið 1983 en umdeildasta hluta kerfisins, heimildum til að framselja kvótann og veðsetja hann, sjö árum síðar, með lagasetningu árið 1990. Þar með var hægt að gera tvennt: Annars vegar var nú heimilt að versla með kvótann, selja hann og leigja og hins vegar fénýta hann í einkahagsmunaskyni með því að veðsetja hann vegna þeirra framtíðarverðmæta sem hann var ávísun á. Þetta þýddi í reynd að veðsett var út á óveiddan fisk í sjónum, fisk sem landslög kveða á um að sé sameiginleg eign þjóðarinnar, samanber fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.” Þessa sameign fóru fjármálastofnanir að líta á, undir aldamótin síðustu, sem prívateign handhafa kvótans og að þeim bæri réttur til að fénýta hana sjálfum sér til framdráttar. Braskað með þjóðareignina Sú kenning hefur verið sett fram að útrásin hafi hafist með veðsetningu kvótans. Verðmæti sem áður skiluðu sér inn í atvinnulíf og inn á heimili tugþúsunda fólks voru nú færð yfir á braskreikninga fárra einstaklinga sem tóku að fjárfesta í starfsemi alls óskyldri sjávarútvegi og þá einnig, og ekki síst, út fyrir landsteinana. Þar með var útrásin hafin. Eftirleikinn þekkjum við: Hrun og sviðin jörð. Ég hef sannfærst um að kvótakerfið í þeirri mynd sem það tók á sig í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar hafi farið verr með samfélag okkar en nokkurt annað mál. Glöggt er gestsaugað Fyrir áramótin gafst okkur tækifæri til að skoða kvótakerfið með gestsauga. Við, íslenskur almenningur, vorum gesturinn. Við vorum stödd í Namibíu í boði sjónvarpsþáttarins Kveiks sem gerði okkur kleift að horfa inn í samfélagið þar. Í Namibíu sáum við brask og mútur, undanskot frá skatti, ráðstöfun þjóðareignar í þágu einstaklinga á kostnað samfélags. Við hljótum að spyrja hve mikið af því sem við sáum eigi við um íslenskt samfélag. Sumt eða allt? Þörf á alvöru og ábyrgð Forystumenn í íslenskum stjórnmálum fjölluðu ekki í áramótaávörpum sínum um þjóðarskömm okkar í Namibíu eins og tilefni hefði verið til. Kannski vegna þess að þótt gagnrýnin beinist réttilega að tilteknu fyrirtæki og handlöngurum þess þá er skömmin ekki síður stjórnmálanna almennt. Það eru stjórnmálin sem hafa leyft óheilbrigðu kerfi að mótast og þróast á forsendum hagsmuna fárra, á kostnað hagsmuna almennings. Það er þetta sem stjórnmálamenn verða nú að horfast í augu við af mikilli alvöru og ábyrgð. Í Namibíu vilja menn kvótann heim – en við? Tilefnin til slíks hafa verið ærin á undanförnum árum. Þjóðarskömmin í Namibíu eru enn eitt tilefnið. Þar í landi vilja menn nú kvótann heim, heimta auðlindir sínar úr höndum aðila sem eiga í reynd engan siðferðilegan rétt til þeirra. Menn vilja að auðlindirnar verði nýttar í þágu almennings, ekki fámenns hóps. Á þetta ekki að verða okkur tilefni til að taka til í okkar eigin ranni? Viljum við ekki nýta auðlindir okkar í þágu okkar samfélags? Það er mín sannfæring í ljósi reynslunnar að ekkert muni hreyfast í þessum málum án utanaðkomandi þrýstings af hálfu almennings. Menn uppskera eins og til er sáð Komi sá þrýstingur verður brugðist við honum. Ég hef trú a því. Gleymum því ekki að almennt vilja menn samfélagi sínu vel. Það á við innan veggja Alþingis sem utan þeirra veggja. Og ef tekst að beina umræðunni inn í jákvæðan og uppbyggilegan farveg; ef tekst að horfa til framtíðar í leit að lausnum en ekki fortíðar í leit að blórabögglum; ef tekst að hefjast handa við uppstokkun á fiskveiðikerfinu með það að leiðarljósi að ætla mönnum gott en ekki illt þá verður uppskeran eftir því. Þessir eru valkostirnir Það breytir því ekki að miklir peningalegir og pólitískir hagsmunir eru í húfi. Í þessa hagsmuni hefur alltaf öðru hvoru sést glytta, utan þings en einnig innan Alþingis. Á þessu er engin sýnileg breyting – enn sem komið er. Það hvílir því á almenningi að gera baráttuna fyrir afnámi kvótakerfisins í núverandi mynd að baráttumáli sínu. Sú barátta er jafnframt barátta gegn byggðaröskun, hróplegri misskiptingu og því siðrofi sem kerfið hefur leitt af sér og birtist okkur nú síðast í samskiptum við fátækt þróunarland. Hagsmunir í húfi Ef að líkum lætur munu handlangarar kerfisins ekkert aðhafast nema þeir verði til þess knúnir – eða skipt út. Þeir verða að skilja að það eru valkostirnir. Kvótakerfið hefur mölbrotið samfélagið. Verkefnið er að gera það heilt að nýju. Og það er hægt. En forsendan er að kvótinn komi heim!Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjávarútvegur Ögmundur Jónasson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Kvótakerfið er ekki eins gamalt og margir ætla. Kerfið í núverandi mynd bjó Alþingi til fyrir aðeins þrjátíu árum. Margir bundu vonir við þetta kerfi, aðrir vöruðu við. Nú er það í verkahring stjórnmálanna að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna, vega þær og meta og breyta því sem breyta þarf. Stjórnmálin hafa brugðist Þetta hafa margir stjórnmálamenn á Alþingi viljað gera á undangengnum þremur áratugum og eiga þeir lof skilið. Það breytir því ekki að þrátt fyrir baráttu og góðan ásetning margra stjórnmálamanna þá hafa stjórnmálin í heild sinni brugðist. Við svöruðum ekki sem skyldi kalli þeirra sem urðu þessu kerfi að bráð; kalli byggða sem misstu réttinn til veiða og þar með lífsbjörgina fyrir samfélögin, kalli þeirra sem misbauð misskiptingin sem kerfið hefur leitt til og kalli þeirra sem ekki vilja sætta sig við að fámennum hópi sé í skjóli laga og dómsvalds heimilað að sölsa undir sig sameiginlega þjóðareign. Sameign gerð að prívateign Kvótakerfinu – úthlutun aflaheimilda – var komið á laggirnar árið 1983 en umdeildasta hluta kerfisins, heimildum til að framselja kvótann og veðsetja hann, sjö árum síðar, með lagasetningu árið 1990. Þar með var hægt að gera tvennt: Annars vegar var nú heimilt að versla með kvótann, selja hann og leigja og hins vegar fénýta hann í einkahagsmunaskyni með því að veðsetja hann vegna þeirra framtíðarverðmæta sem hann var ávísun á. Þetta þýddi í reynd að veðsett var út á óveiddan fisk í sjónum, fisk sem landslög kveða á um að sé sameiginleg eign þjóðarinnar, samanber fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.” Þessa sameign fóru fjármálastofnanir að líta á, undir aldamótin síðustu, sem prívateign handhafa kvótans og að þeim bæri réttur til að fénýta hana sjálfum sér til framdráttar. Braskað með þjóðareignina Sú kenning hefur verið sett fram að útrásin hafi hafist með veðsetningu kvótans. Verðmæti sem áður skiluðu sér inn í atvinnulíf og inn á heimili tugþúsunda fólks voru nú færð yfir á braskreikninga fárra einstaklinga sem tóku að fjárfesta í starfsemi alls óskyldri sjávarútvegi og þá einnig, og ekki síst, út fyrir landsteinana. Þar með var útrásin hafin. Eftirleikinn þekkjum við: Hrun og sviðin jörð. Ég hef sannfærst um að kvótakerfið í þeirri mynd sem það tók á sig í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar hafi farið verr með samfélag okkar en nokkurt annað mál. Glöggt er gestsaugað Fyrir áramótin gafst okkur tækifæri til að skoða kvótakerfið með gestsauga. Við, íslenskur almenningur, vorum gesturinn. Við vorum stödd í Namibíu í boði sjónvarpsþáttarins Kveiks sem gerði okkur kleift að horfa inn í samfélagið þar. Í Namibíu sáum við brask og mútur, undanskot frá skatti, ráðstöfun þjóðareignar í þágu einstaklinga á kostnað samfélags. Við hljótum að spyrja hve mikið af því sem við sáum eigi við um íslenskt samfélag. Sumt eða allt? Þörf á alvöru og ábyrgð Forystumenn í íslenskum stjórnmálum fjölluðu ekki í áramótaávörpum sínum um þjóðarskömm okkar í Namibíu eins og tilefni hefði verið til. Kannski vegna þess að þótt gagnrýnin beinist réttilega að tilteknu fyrirtæki og handlöngurum þess þá er skömmin ekki síður stjórnmálanna almennt. Það eru stjórnmálin sem hafa leyft óheilbrigðu kerfi að mótast og þróast á forsendum hagsmuna fárra, á kostnað hagsmuna almennings. Það er þetta sem stjórnmálamenn verða nú að horfast í augu við af mikilli alvöru og ábyrgð. Í Namibíu vilja menn kvótann heim – en við? Tilefnin til slíks hafa verið ærin á undanförnum árum. Þjóðarskömmin í Namibíu eru enn eitt tilefnið. Þar í landi vilja menn nú kvótann heim, heimta auðlindir sínar úr höndum aðila sem eiga í reynd engan siðferðilegan rétt til þeirra. Menn vilja að auðlindirnar verði nýttar í þágu almennings, ekki fámenns hóps. Á þetta ekki að verða okkur tilefni til að taka til í okkar eigin ranni? Viljum við ekki nýta auðlindir okkar í þágu okkar samfélags? Það er mín sannfæring í ljósi reynslunnar að ekkert muni hreyfast í þessum málum án utanaðkomandi þrýstings af hálfu almennings. Menn uppskera eins og til er sáð Komi sá þrýstingur verður brugðist við honum. Ég hef trú a því. Gleymum því ekki að almennt vilja menn samfélagi sínu vel. Það á við innan veggja Alþingis sem utan þeirra veggja. Og ef tekst að beina umræðunni inn í jákvæðan og uppbyggilegan farveg; ef tekst að horfa til framtíðar í leit að lausnum en ekki fortíðar í leit að blórabögglum; ef tekst að hefjast handa við uppstokkun á fiskveiðikerfinu með það að leiðarljósi að ætla mönnum gott en ekki illt þá verður uppskeran eftir því. Þessir eru valkostirnir Það breytir því ekki að miklir peningalegir og pólitískir hagsmunir eru í húfi. Í þessa hagsmuni hefur alltaf öðru hvoru sést glytta, utan þings en einnig innan Alþingis. Á þessu er engin sýnileg breyting – enn sem komið er. Það hvílir því á almenningi að gera baráttuna fyrir afnámi kvótakerfisins í núverandi mynd að baráttumáli sínu. Sú barátta er jafnframt barátta gegn byggðaröskun, hróplegri misskiptingu og því siðrofi sem kerfið hefur leitt af sér og birtist okkur nú síðast í samskiptum við fátækt þróunarland. Hagsmunir í húfi Ef að líkum lætur munu handlangarar kerfisins ekkert aðhafast nema þeir verði til þess knúnir – eða skipt út. Þeir verða að skilja að það eru valkostirnir. Kvótakerfið hefur mölbrotið samfélagið. Verkefnið er að gera það heilt að nýju. Og það er hægt. En forsendan er að kvótinn komi heim!Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun