Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 18:31 Palestínumenn sjást hér brenna ísraelska og bandaríska fána á minningarathöfn um Soleimani á Gaza. Vísir/AP Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira