Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 18:31 Palestínumenn sjást hér brenna ísraelska og bandaríska fána á minningarathöfn um Soleimani á Gaza. Vísir/AP Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þúsundir vopnaðra skæruliða og óbreyttra borgara syrgðu íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani í dag. Líkkista hershöfðingjans var flutt um götur Bagdad, höfuðborgar Írak, í dag. Líkamsleifum hans verður í kjölfarið komið til heimalands hans, Írans. Soleimani var háttsettur innan íranska byltingarvarðarins, en Bandaríkin réðu hann af dögum í drónaárás á flugvöll í Bagdad, aðfaranótt föstudags. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Þúsundir manna voru saman komnar í Bagdad í dag til þess að minnast Soleimani, en hann var af mörgum Írönum álitinn þjóðhetja. Tár mátti sjá á hvarmi margra viðstaddra þegar þau marseruðu um borgina. Þá mátti heyra fólk kyrja hluti á borð við „Dauði yfir Ameríku, dauði yfir Ísrael,“ og „Nei, nei Ameríka.“ Minningarathafnir um Soleimani voru haldnar víðar en í Bagdad, en fólk safnaðist einnig saman á Gaza-svæðinu í Palestínu og víða í Íran. Þyrlur sveimuðu yfir svæðinu þar sem gangan í Bagdad fór fram, en meðal þeirra sem mættu voru Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, og háttsettir yfirmenn innan hersveita sem studdar eru af írönskum stjórnvöldum. Stjórnvöld í Írak, sem er einn helsti bandamaður Írana, fordæmdu árásina og sögðu hana vega að fullveldi landsins. Þingið í Írak kemur nú saman á sérstökum neyðarþingfundi og ríkisstjórn landsins er nú undir miklum þrýstingi um að vísa frá þeim 5200 bandarísku hermönnum sem í landinu dvelja. Þeir eru staðsettir í landinu til þess að varna því að hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, nái aftur fótfestu í landinu. Bandarísk stjórnvöld hafa þá mælst til þess að allir bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið sem allra fyrst, auk þess sem bandaríska sendiráðinu í Bagdad hefur verið lokað. Eins hafa bresk og frönsk yfirvöld varað ríkisborgara sína við því að ferðast til Íraks.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira