Innlent

Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Nesjavallavegi í nótt.
Frá Nesjavallavegi í nótt. Landsbjörg

Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. Stofnleiðum úr Reykjavík hefur verið lokað og röskun hefur orðið á flugi frá Keflavíkurflugvelli.

Þá hafa björgunarsveitir í nægu að snúast en fyrsta útkallið vegna óveðursins barst björgunarsveitum rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.

Höfðu þá tveir ferðamenn fest bíl sinn á Nesjavallavegi, Dráttarbíll sem kallaður hafði verið til komst ekki til þeirra og var því kallað eftir björgunarsveitum. Var fólkið sótt og því komið til byggða. Bíllinn var hins vegar skilinn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×