Mikil uppbygging í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2020 12:30 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar er mjög ánægð og stolt yfir þeirri miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús - Aðsend Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira