Chelsea komst nokkuð þægilega í fjórðu umferð enska bikarsins er liðið vann 2-0 sigur á B-deildarliðinu Nottingham Forest á heimavelli sínum í Lundúnum í dag.
Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Callum Hudson-Odoi skoraði fyrra markið á sjöundu mínútu og Ross Barkley tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu. Lokatölur 2-0.
11 - Callum Hudson-Odoi has been directly involved in 11 goals in his 13 starts at Stamford Bridge for Chelsea in all competitions, scoring five and assisting six. Alternative. pic.twitter.com/eDH7g1lbg1
— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2020
Sheffield United marði sigur á utandeildarliðinu AFC Fylde. Sheffield komst í 2-0 með mörkum frá Callum Robinson og Leon Clarke áður en gestirnir minnkuðu muninn. Þeir náðu þó ekki að jafna og lokatölur 2-1.
Crystal Palace er úr leik eftir 1-0 tap gegn Derby County. Sigurmarkið skoraði Chris Martin á 32. mínútu en Palace voru einum færri síðasta hálftímann eftir að Luka Milivojevic fékk beint rautt spjald.
Öll úrslit dagsins í leikjunum sem hófust klukkan tvö má sjá hér að neðan.
Öll úrslit dagsins:
Bristol - Coventry 2-2
Burton - Northampton 2-4
Charlton - WBA 0-1
Chelsea - Nottingham Forest 2-0
Crewe - Barnsley 1-3
Crystal Palace - Derby 0-1
Middlesbrough - Tottenham 1-1
QPR - Swansea 5-1
Sheffield United - AFC Fylde 2-1
QPR are having a party!
— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020
5-1 up against Swansea!
They've scored 11 goals in their last two games #FACup live https://t.co/gHqv39eUzwpic.twitter.com/vrZU26ENPm