Þetta hafa þær sem teknar voru fyrir í Skaupinu að segja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 Rætt var við nokkra þekkta einstaklinga sem teknir voru fyrir í Skaupinu. Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað á gamlárskvöld, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. Handritshöfundar Skaupsins í ár voru þau Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jakob Birgisson, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson og Reynir Lyngdal, sem jafnframt leikstýrði í ár. Reynir leikstýrði síðast Skaupinu árið 2006. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað sérstaklega um Áramótaskaupið og farið yfir helstu atriðin. „Ég er mjög sáttur, annars hefði ég varla sett það í loftið svona,“ segir Reynir Lyngdal.Hvernig er tilfinningin þegar þú sest niður á gamlárskvöld og horfir á Skaupið?„Ég var pínu stressaður. Ég fattaði ekki að ég væri stressaður fyrr en um kvöldið. Tilfinningin eftir á var eins og það væri tekinn mjög þungur bakpoki af mér,“ segir leikstjórinn. Aðallega stressuð fyrir hönd foreldra og barna minna „Mér fannst Skaupið dúndurgott, alveg frábær,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Mér fannst öll atriðin með Hönsu [Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem lék meðal annars Þorgerði ] mjög góð,“ segir Þorgerður sem er aldrei stressuð fyrir Skaupinu. „Ég verð aðallega stressuð fyrir hönd vina og vandamanna því þeir verða stressaðir. Ég er komin með þennan skráp en ég er aðallega stressuð fyrir hönd foreldra minn og barna.“ „Mér fannst það bara skemmtilegt og hló oft. Það voru líka ýmis atriði sem létu mann aðeins hugsa sem er alltaf gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður reiknar alltaf bara með að maður verði í Skaupinu og maður yrði svekktur ef svo yrði ekki,“ segir Katrín. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var ein af þeim sem tekin var fyrir í Skaupinu og það fyrir Leitina að upprunanum. „Mér fannst Skaupið frábært. Mér fannst það meira segja það frábært að ég hugsaði í ár væri árið það sem allir væru sammála að það væri frábært. Svo sá ég þegar ég fór á samfélagsmiðla að það er ekki og verður kannski aldrei,“ segir Sigrún. Hér að neðan má sjá yfirferð Íslands í dag í heild sinni. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09 Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað á gamlárskvöld, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. Handritshöfundar Skaupsins í ár voru þau Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jakob Birgisson, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson og Reynir Lyngdal, sem jafnframt leikstýrði í ár. Reynir leikstýrði síðast Skaupinu árið 2006. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað sérstaklega um Áramótaskaupið og farið yfir helstu atriðin. „Ég er mjög sáttur, annars hefði ég varla sett það í loftið svona,“ segir Reynir Lyngdal.Hvernig er tilfinningin þegar þú sest niður á gamlárskvöld og horfir á Skaupið?„Ég var pínu stressaður. Ég fattaði ekki að ég væri stressaður fyrr en um kvöldið. Tilfinningin eftir á var eins og það væri tekinn mjög þungur bakpoki af mér,“ segir leikstjórinn. Aðallega stressuð fyrir hönd foreldra og barna minna „Mér fannst Skaupið dúndurgott, alveg frábær,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Mér fannst öll atriðin með Hönsu [Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem lék meðal annars Þorgerði ] mjög góð,“ segir Þorgerður sem er aldrei stressuð fyrir Skaupinu. „Ég verð aðallega stressuð fyrir hönd vina og vandamanna því þeir verða stressaðir. Ég er komin með þennan skráp en ég er aðallega stressuð fyrir hönd foreldra minn og barna.“ „Mér fannst það bara skemmtilegt og hló oft. Það voru líka ýmis atriði sem létu mann aðeins hugsa sem er alltaf gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður reiknar alltaf bara með að maður verði í Skaupinu og maður yrði svekktur ef svo yrði ekki,“ segir Katrín. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var ein af þeim sem tekin var fyrir í Skaupinu og það fyrir Leitina að upprunanum. „Mér fannst Skaupið frábært. Mér fannst það meira segja það frábært að ég hugsaði í ár væri árið það sem allir væru sammála að það væri frábært. Svo sá ég þegar ég fór á samfélagsmiðla að það er ekki og verður kannski aldrei,“ segir Sigrún. Hér að neðan má sjá yfirferð Íslands í dag í heild sinni.
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09 Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09