Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. janúar 2020 11:45 Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi. Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs. Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu. Bíll mannsins fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Ráðist var í umfangsmikla leit á mánudag og þriðjudag við Heydalsveg, í átt að Hrútaborg, á Haffjarðardal, Kaldadal, Kolbeinsstaðafjalli og í Eldborgahrauni. Ekki var leitað í gær, nýársdag. Leitin bar hins vegar ekki árangur en á milli tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn munu halda áfram leit í dag. „Það fara tíu til tuttugu manns á fjall í dag til að fylgja eftir vísbendingum frá sporhundunum. Svo er stefnt að meiri leit á morgun,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um ferðir mannsins. „Þær eru frekar takmarkaðar. Það liggur ekki fyrir hvert maðurinn fór eða hvert hann stefndi. Hann virðist ekki hafa skilið eftir neina ferðaáætlun þannig að það er á litlu að byggja,“ segir Jón Sigurður sem biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband við lögreglu. Maðurinn heitir sem fyrr segir Andris Kalvans. Er hann frá Lettlandi en búsettur hér á landi. Hann er vanur fjallgöngumaður og talið er líklegast að hann hafi farið í fjallgöngu. Veður á leitarsvæðinu er að sögn Jóns Sigurðar frekar leiðinlegt en útlitið er skárra á morgun. Þá verður einnig skoðað hvort óskað verði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina en hún flaug yfir í fyrradag í von um að finna merki frá síma Kalvans, án árangurs.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16 Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Leitin á Snæfellsnesi: Ákvörðun um framhald leitar tekin fyrir hádegi Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í nótt segir að tekin verði ákvörðun með morgninum um áframhaldandi leit. 31. desember 2019 07:44
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leitarinnar á Snæfellsnesi Leit er hafin á ný, en henni var hætt um klukkan tvö í nótt. 31. desember 2019 11:16
Munu ekki leita að göngumanninum í dag Ekki verður leitað að týnda göngumanninum í Heydölum á Snæfellsnesi í dag. 1. janúar 2020 11:51