Samskiptastjórar Sýnar inn og út úr Valhöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:45 Lilja Birgisdóttir hefur tekið við stöðu samskiptastjóra Sýnar af Guðfinni Sigurvinssyni. Hann starfar nú fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og Lilja gerði áður. Aðsendar Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Sýnar og hefur þegar hafið störf. „Undir samskiptamál falla meðal annars samskipti við fjölmiðla og fjárfesta sem og innri samskipti hjá félaginu,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Sýn um ráðninguna, sem á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Lilja starfaði áður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem framkvæmdastjóri Landsfundar. Lilja tekur við starfinu hjá Sýn af Guðfinni Sigurvinssyni, sem titlaður var verkefnastjóri samskiptamála þegar hann var ráðinn til Vodafone árið 2017. Honum var sagt upp í lok maí í fyrra, ásamt fjórum öðrum millistjórnendum. Guðfinnur var í upphafi árs ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og mun hann aðstoða Sjálfstæðismenn, til dæmis við undirbúning þingmála og nefndarstörf.Í tilkynningu Sýnar sem send var í morgun er ferill Lilju rakinn. Hún er sögð hafa 10 ára reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur hjá Arion banka, Sjóvá og Íslenskum verðbréfum. „Hún hefur unnið fjölbreytt störf í fjármálageiranum sem snúa meðal annars að stefnumótun, þjónustustjórnun, breytingastjórnun og þjálfun starfsfólks,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Lilja sé með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kveðst spennt fyrir nýja starfinu. „Sýn er félag sem starfar í lifandi samkeppnisumhverfi þar sem áhugaverð verkefni og tækifæri eru framundan“ segir Lilja.Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo starfsmenn til viðbótar Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 3. janúar 2020 16:24 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Sýnar og hefur þegar hafið störf. „Undir samskiptamál falla meðal annars samskipti við fjölmiðla og fjárfesta sem og innri samskipti hjá félaginu,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Sýn um ráðninguna, sem á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Lilja starfaði áður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem framkvæmdastjóri Landsfundar. Lilja tekur við starfinu hjá Sýn af Guðfinni Sigurvinssyni, sem titlaður var verkefnastjóri samskiptamála þegar hann var ráðinn til Vodafone árið 2017. Honum var sagt upp í lok maí í fyrra, ásamt fjórum öðrum millistjórnendum. Guðfinnur var í upphafi árs ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og mun hann aðstoða Sjálfstæðismenn, til dæmis við undirbúning þingmála og nefndarstörf.Í tilkynningu Sýnar sem send var í morgun er ferill Lilju rakinn. Hún er sögð hafa 10 ára reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur hjá Arion banka, Sjóvá og Íslenskum verðbréfum. „Hún hefur unnið fjölbreytt störf í fjármálageiranum sem snúa meðal annars að stefnumótun, þjónustustjórnun, breytingastjórnun og þjálfun starfsfólks,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Lilja sé með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kveðst spennt fyrir nýja starfinu. „Sýn er félag sem starfar í lifandi samkeppnisumhverfi þar sem áhugaverð verkefni og tækifæri eru framundan“ segir Lilja.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Tengdar fréttir Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48 Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo starfsmenn til viðbótar Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 3. janúar 2020 16:24 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. 28. maí 2019 11:48
Sjálfstæðisflokkurinn fær tvo starfsmenn til viðbótar Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur og Vigdís Häsler lögfræðingur hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 3. janúar 2020 16:24
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun