Þarf að greiða karlmanni sem lamaðist níutíu milljónir í skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 16. janúar 2020 06:00 Bíllinn var afar illa farinn eftir áreksturinn. Lögreglan Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða karlmanni rúmlega 91 milljón króna í bætur auk dráttarvaxta. Maðurinn hlaut mænuskaða í umferðarslysi í mars árið 2012. Maðurinn var farþegi í bifreið sem tryggð var lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá VÍS. Fimm manns voru í bílnum og slösuðust tveir alvarlega en talið er að bifreiðin hafi verið á um 180 km/klst hraða í aðdraganda slyssins. „Þetta er búið að vera stórt, mikið og leiðinlegt mál,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður mannsins í samtali við fréttastofu. Hann fagnar þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn hafði þegar fengið greiddar rúmlega 70 milljónir króna sem dragast frá fyrrnefndri upphæð. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi árið 2015 ökumann bifreiðarinnar í 18 mánaða fangelsi fyrir að vera valdur af slysinu og stefna lífi fjögurra farþega í hættu. Taldi sannað að hann hafi ekið eftir Reykjanesbraut undir áhrifum áfengis á ofsahraða á bifreið sem ekki var í ökuhæfu ástandi. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. „Það er fyrst og fremst mjög ánægjulegt fyrir skjólstæðing minn að þessu máli sé loksins lokið,“ segir Haukur. Varanleg örorka metin 85 prósent Slysið átti sér stað í byrjun mars 2012 en manninum hafði ekki verið dæmdar fullar bætur fyrr en í dag. Hann varð fyrir alvarlegu líkamstjóni og er varanlegur miski hans metinn 80 stig og varanleg örorka 85 prósent, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Maðurinn var á gjörgæslu fyrst eftir umferðarslysið og fór þaðan á endurhæfingardeild fyrir mænuskaða á Grensásdeild Landspítalans. Hann dvaldi þar þangað til í september sama ár. Haukur Örn segir að málið hafi tekið langan tíma. Fyrsta hindrunin hafi snúið að því að mótmæla því að tryggingarfélagið neitaði um tíma að greiða manninum fullar bætur. Maðurinn dvaldi á Landspítalanum í hálft ár eftir slysið.Vísir/Vilhelm „Vegna eigin sakar, því hann hafði sest vísvitandi inn í bíl með ölvuðum ökumanni. Sem betur var fallist á að félagið myndi bera alla ábyrgð,“ segir Haukur Örn. Önnur hindrunin varðaði árslaunaviðmið og mat á líklegum framtíðartekjum stefnandans. Aðstæðurnar voru sérstakar þar sem maðurinn hafði ekki verið í föstu starfi á viðmiðunartímabilinu en hann hafði verið í námi. Ævilangt eftirlit Maðurinn krafðist þess að VÍS greiddi sér skaðabætur upp á 95 milljónir króna auk vaxta og málskostnaðar að frádregnum tilteknum innborgunum sem hann hafði nú þegar fengið. Samkvæmt matsgerð mun maðurinn þurfa á ævilöngu eftirliti að halda hjá viðeigandi aðilum eins og læknum, sjúkraþjálfurum og jafn vel iðjuþjálfum. Héraðsdómur féllst á kröfur stefnanda um hærri bætur en greiddar hafa verið vegna varanlegrar örorku, en kröfu hans um greiðslu fjögurra milljóna króna viðbótargreiðslu vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns var hafnað. Lögmaður mannsins segir að þó dæmd bótafjárhæð sé vissulega mjög há, muni það samt sem áður sennilega aldrei bæta það tjón sem maðurinn hlaut. Hann lítur svo á að málinu sé lokið þó að vissulega hafi tryggingarfélagið ennþá kost á að kæra dóminn til Landsréttar. Hann vonar þó að það komi ekki til þess. Valgeir kom að slysinu Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson kom að umræddu slysi og aðstoðaði einn þeirra sem slösuðust, Helga Lund. „Það var sjúkraflutningamaður á frívakt, á leið til Keflavíkur, sem kom fyrstur á vettvang,“ segir Helgi um slysið. Sá hafi komið honum og vini hans, sem einnig sat í aftursætinu út úr bílnum. Því næst sneri hann sér að mönnunum sem sátu fram í á meðan Helgi skríður út úr bílnum. Allt í einu stendur maður fyrir framan Helga sem hann kannast við. Valgeir Guðjónsson. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm „Ég var alveg út úr heiminum, ringlaður enda búinn að drekka heil ósköp,“ segir Helgi og bætir við að í bílveltunni hafi hann skallað hnéð sitt með þeim afleiðingum að hann fékk þungt höfuðhögg. Hann hafi verið pikkastur í bílnum og mjög ruglaður. Sjúkraflutningamaðurinn hafi svo náð þeim út. Helgi fagnaði afmæli sínu þennan dag ásamt vini sínum og buðu þeir til veislu. Þeir höfðu hafið fagnaðarlætin snemma dag, farið saman í Bláa lónið og svo heim til Helga þar sem kokkur eldaði fyrir þá dýrindismat. „Dagurinn hafði verið æðislegur, alveg frábær,“ segir Helgi. Voru þeir vinirnir á leið saman í miðbæ Reykjavíkur til frekari fagnaðarfunda þegar slysið varð. Það kom í hlut Valgeirs að hringja í föður Helga og tilkynna honum af slysinu. Segist Helgi afar þakklátur Valgeiri og hafði samband við hann síðar til að ítreka þakklæti sitt fyrir aðstoðina á slysstað. Hún hafi skipt hann miklu máli. Valgeir segist hafa verið kominn langleiðina heim til sín í Reykjavík þegar hann ók fram á slysið í Hafnarfirði. Hann segist hafa stoppað enda gert sér grein fyrir að slysið væri nýafstaðið. „Ég fer út óstyrkur enda er maður aldrei tilbúinn að takast á við svona,“ segir Valgeir. Sjúkraflutningamaðurinn hafi verið kominn á vettvang og greinilega kunnað til verka. Aðkoman hafi verið hræðileg og bíllinn á hvolfi. Þá hafi skriðið í áttina til hans ungur maður sem hann fékk síðar að heyra að væri sonur ágæts kunningja, Helgi Lund. Það hafi hann reyndar ekki haft hugmynd um fyrr en hann ræddi við föður Helga daginn eftir. Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og VÍS vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars 2012. Maðurinn vill fjórar milljónir króna í bætur. 24. apríl 2015 11:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. 8. maí 2015 16:26 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Vátryggingarfélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða karlmanni rúmlega 91 milljón króna í bætur auk dráttarvaxta. Maðurinn hlaut mænuskaða í umferðarslysi í mars árið 2012. Maðurinn var farþegi í bifreið sem tryggð var lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá VÍS. Fimm manns voru í bílnum og slösuðust tveir alvarlega en talið er að bifreiðin hafi verið á um 180 km/klst hraða í aðdraganda slyssins. „Þetta er búið að vera stórt, mikið og leiðinlegt mál,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður mannsins í samtali við fréttastofu. Hann fagnar þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn hafði þegar fengið greiddar rúmlega 70 milljónir króna sem dragast frá fyrrnefndri upphæð. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi árið 2015 ökumann bifreiðarinnar í 18 mánaða fangelsi fyrir að vera valdur af slysinu og stefna lífi fjögurra farþega í hættu. Taldi sannað að hann hafi ekið eftir Reykjanesbraut undir áhrifum áfengis á ofsahraða á bifreið sem ekki var í ökuhæfu ástandi. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. „Það er fyrst og fremst mjög ánægjulegt fyrir skjólstæðing minn að þessu máli sé loksins lokið,“ segir Haukur. Varanleg örorka metin 85 prósent Slysið átti sér stað í byrjun mars 2012 en manninum hafði ekki verið dæmdar fullar bætur fyrr en í dag. Hann varð fyrir alvarlegu líkamstjóni og er varanlegur miski hans metinn 80 stig og varanleg örorka 85 prósent, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Maðurinn var á gjörgæslu fyrst eftir umferðarslysið og fór þaðan á endurhæfingardeild fyrir mænuskaða á Grensásdeild Landspítalans. Hann dvaldi þar þangað til í september sama ár. Haukur Örn segir að málið hafi tekið langan tíma. Fyrsta hindrunin hafi snúið að því að mótmæla því að tryggingarfélagið neitaði um tíma að greiða manninum fullar bætur. Maðurinn dvaldi á Landspítalanum í hálft ár eftir slysið.Vísir/Vilhelm „Vegna eigin sakar, því hann hafði sest vísvitandi inn í bíl með ölvuðum ökumanni. Sem betur var fallist á að félagið myndi bera alla ábyrgð,“ segir Haukur Örn. Önnur hindrunin varðaði árslaunaviðmið og mat á líklegum framtíðartekjum stefnandans. Aðstæðurnar voru sérstakar þar sem maðurinn hafði ekki verið í föstu starfi á viðmiðunartímabilinu en hann hafði verið í námi. Ævilangt eftirlit Maðurinn krafðist þess að VÍS greiddi sér skaðabætur upp á 95 milljónir króna auk vaxta og málskostnaðar að frádregnum tilteknum innborgunum sem hann hafði nú þegar fengið. Samkvæmt matsgerð mun maðurinn þurfa á ævilöngu eftirliti að halda hjá viðeigandi aðilum eins og læknum, sjúkraþjálfurum og jafn vel iðjuþjálfum. Héraðsdómur féllst á kröfur stefnanda um hærri bætur en greiddar hafa verið vegna varanlegrar örorku, en kröfu hans um greiðslu fjögurra milljóna króna viðbótargreiðslu vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns var hafnað. Lögmaður mannsins segir að þó dæmd bótafjárhæð sé vissulega mjög há, muni það samt sem áður sennilega aldrei bæta það tjón sem maðurinn hlaut. Hann lítur svo á að málinu sé lokið þó að vissulega hafi tryggingarfélagið ennþá kost á að kæra dóminn til Landsréttar. Hann vonar þó að það komi ekki til þess. Valgeir kom að slysinu Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson kom að umræddu slysi og aðstoðaði einn þeirra sem slösuðust, Helga Lund. „Það var sjúkraflutningamaður á frívakt, á leið til Keflavíkur, sem kom fyrstur á vettvang,“ segir Helgi um slysið. Sá hafi komið honum og vini hans, sem einnig sat í aftursætinu út úr bílnum. Því næst sneri hann sér að mönnunum sem sátu fram í á meðan Helgi skríður út úr bílnum. Allt í einu stendur maður fyrir framan Helga sem hann kannast við. Valgeir Guðjónsson. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi ReykjavíkurVísir/Vilhelm „Ég var alveg út úr heiminum, ringlaður enda búinn að drekka heil ósköp,“ segir Helgi og bætir við að í bílveltunni hafi hann skallað hnéð sitt með þeim afleiðingum að hann fékk þungt höfuðhögg. Hann hafi verið pikkastur í bílnum og mjög ruglaður. Sjúkraflutningamaðurinn hafi svo náð þeim út. Helgi fagnaði afmæli sínu þennan dag ásamt vini sínum og buðu þeir til veislu. Þeir höfðu hafið fagnaðarlætin snemma dag, farið saman í Bláa lónið og svo heim til Helga þar sem kokkur eldaði fyrir þá dýrindismat. „Dagurinn hafði verið æðislegur, alveg frábær,“ segir Helgi. Voru þeir vinirnir á leið saman í miðbæ Reykjavíkur til frekari fagnaðarfunda þegar slysið varð. Það kom í hlut Valgeirs að hringja í föður Helga og tilkynna honum af slysinu. Segist Helgi afar þakklátur Valgeiri og hafði samband við hann síðar til að ítreka þakklæti sitt fyrir aðstoðina á slysstað. Hún hafi skipt hann miklu máli. Valgeir segist hafa verið kominn langleiðina heim til sín í Reykjavík þegar hann ók fram á slysið í Hafnarfirði. Hann segist hafa stoppað enda gert sér grein fyrir að slysið væri nýafstaðið. „Ég fer út óstyrkur enda er maður aldrei tilbúinn að takast á við svona,“ segir Valgeir. Sjúkraflutningamaðurinn hafi verið kominn á vettvang og greinilega kunnað til verka. Aðkoman hafi verið hræðileg og bíllinn á hvolfi. Þá hafi skriðið í áttina til hans ungur maður sem hann fékk síðar að heyra að væri sonur ágæts kunningja, Helgi Lund. Það hafi hann reyndar ekki haft hugmynd um fyrr en hann ræddi við föður Helga daginn eftir.
Dómsmál Samgönguslys Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og VÍS vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars 2012. Maðurinn vill fjórar milljónir króna í bætur. 24. apríl 2015 11:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. 8. maí 2015 16:26 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21
Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og VÍS vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars 2012. Maðurinn vill fjórar milljónir króna í bætur. 24. apríl 2015 11:21
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21
Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. 8. maí 2015 16:26