Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting, vill ganga í raðir Manchester United en Sky Sports greinir frá.
Fernandes hefur verið orðaður við Manchester-liðið undanfarna daga og er talið að félögin séu ekki langt frá samningum.
Frederico Verandas og Hugo Viana, forseti og yfirmaður knattspyrnumála hjá Sporting, eru taldir hafa verið í Manchester í síðustu viku.
Sky Sports greinir frá því að Marcus Rojo gæti farið til portúgalska liðsins sem hluti af samningunum.
Would you rather...
— Goal (@goal) January 13, 2020
Pay £65m for Bruno Fernandes, or £120m for James Maddison? pic.twitter.com/frxPPrG5fA
Fernandes var mikið orðaður við United í sumar en ekkert varð af samningum þá. Nú virðist hann hins vegar vera á leið á Old Trafford.
Hann skoraði tvö mörk er Sporting vann 3-1 sigur á Setubal á föstudagskvöldiðen eftir leikinn sagði stjóri liðsins að óvíst væri hvort hann myndi spila næsta leik liðsins.
Kaupverðið er talið um 60 milljónir punda.