Strigaskór úr kaffi Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 13. janúar 2020 08:30 „Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun