Strigaskór úr kaffi Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 13. janúar 2020 08:30 „Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun