Stjörnuútherji Patriots handtekinn eftir að hann hoppaði upp á húdd á bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:30 Julian Edelman er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Tom Brady og New England Patriots. Getty/Adam Glanzman Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt. NFL Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt.
NFL Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira