Erlent

Eldgos hafið á Filippseyjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gríðarstór gosmökkur steig til himins frá eldfjallinu.
Gríðarstór gosmökkur steig til himins frá eldfjallinu. Vísir/EPA

Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. Í morgun hófst hraunrennsli úr fjallinu en áður hafði stór gosmökkur risið upp af því sem varð til þess að um átta þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín.

Um 75 jarðskjálftar hafa fylgt gosinu og þar af hafa 32 mælst yfir tveir að stærð. Yfirvöld á svæðinu hafa lýst yfir „hörmungarástandi“ en vænta má víðtækra truflana á samgöngum og annarri þjónustu vegna eldgossins.

BBC hefur eftir íbúa í bænum Pranaque í grennd við eldfjallið að bíll hans hafi verið hulinn ösku í morgunsárið. Hann hafi því næst haldið út í búð til að kaupa grímu en þær hafi verið uppseldar.

Taal er næstivirkasta eldfjall Filippseyja en það er staðsett á eyju úti í miðju vatni. Fjallið hefur gosið 34 sinnum á síðustu 450 árum að sögn vísindamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×