Velta sér upp úr því sem Henderson sagði við Klopp eftir sigurinn á Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:00 Jordan Henderson leyfir sínum mönnum ekkert að slaka á. Hér fagnar hann sigurmarkinu með markaskoraranum Roberto Firmino. Getty/Visionhaus Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku. Enski boltinn Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku.
Enski boltinn Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Sjá meira