Dæmdur hryðjuverkamaður kynnir heimildarmynd hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:30 Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake. Bandaríkin Vegan Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake.
Bandaríkin Vegan Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira