Lifði af í óbyggðum Alaska í 23 daga eftir að kofi hans brann Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 21:30 Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira