Jonni: Er hreinn og beinn með það Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 22:53 Jón Halldór Eðvaldsson. vísir/skjáskot Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00