Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2020 23:15 Til stóð að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Nú hefur Hafnarfjarðarbær fallist á ósk Vegagerðarinnar um að endurskoða aðalskipulagið. Stöð 2/Einar Árnason. Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samgönguáætlun, sem ráðherra lagði fram á Alþingi fyrir jól, á tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, að bíða til annars tímabils áætlunarinnar, sem er á árunum 2025 til 2029. Óvissa hefur ríkt um breikkun brautarinnar meðfram Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem Hafnarfjarðarbær gerði fyrir fimmtán árum. Hún fól í sér að veglínan skyldi færð suður fyrir álverið en þá stóð til að stækka ÍSAL. Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Samþykkt var í skipulags- og byggingarráði bæjarins í morgun að hefja endurskoðun skipulagsins þannig að hætt yrði við færslu brautarinnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerðin fór þess á leit við Hafnarfjarðarbæ í fyrra að skipulagið yrði endurskoðað svo unnt yrði að tvöfalda veginn í núverandi vegstæði enda væri það mun ódýrara og fljótlegra. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði Stöð 2 hins vegar í fyrrasumar að það væri alls ekki í myndinni. Bauð bæjarstjórinn Vegagerðinni í staðinn upp á millileið; að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut. Sjá hér: Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Bæjarstjóri Hafnarfjarðar lagði til þessa millileið í fyrra; að nýja brautin yrði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En núna hefur bæjarstjórinn skipt um skoðun og skýrði frá því í dag að eftir viðræður bæjarins við Rio Tinto hefði verið ákveðið að stefna að því að tvöfalda Reykjanesbrautina í núverandi vegstæði. Þetta gerist í framhaldi af yfirlýsingu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrr í þessum mánuði þess efnis að ef samkomulag næðist um að halda núverandi vegstæði yrði framkvæmdum flýtt og stefnt að því að ljúka breikkun Reykjanesbrautar á fyrsta tímabili samgönguáætlunar, - það er fyrir árið 2025. Þetta er þó háð því að Alþingi breyti fyrirliggjandi tillögu að samgönguáætlun og að fjárveitingar fylgi á fjárlögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07
Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. 3. desember 2019 09:00