Vinnum saman að betri heimi Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. janúar 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar