Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 13:30 Arnar lék alls 39 leiki fyrir Leicester og skoraði fjögur mörk. vísir/getty Leicester City sækir Aston Villa heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Fyrri leikurinn í Leicester fór 1-1. Villa komst síðast í úrslitaleik deildabikarsins 2010 þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Leicester hefur aftur á móti ekki komist í úrslitaleik deildabikarsins síðan 2000, eða í 20 ár. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., lék þá með Leicester. Í úrslitaleiknum sigraði Leicester B-deildarlið Tranmere Rovers, 2-1, með tveimur mörkum fyrirliðans Matts Elliott. Leicester var síðasta liðið sem vann deildabikarinn á gamla Wembley. Matt Elliott, hetja Leicester í úrslitaleik deildabikarsins fyrir 20 árum, lyftir bikarnum.vísir/getty Arnar var ekki í leikmannahópi Leicester í úrslitaleiknum en lék tvo leiki í deildabikarnum tímabilið 1999-2000. Leicester vann báða þessa leiki, gegn Leeds United og Fulham, í vítaspyrnukeppni og í báðum tilfellum skoraði Arnar úr fyrstu spyrnu Leicester. Skömmu eftir úrslitaleik deildabikarsins var Arnar lánaður til Stoke City sem var þá í eigu Íslendinga. Arnar vann Framrúðubikarinn með liðinu vorið 2000. Arnar var í byrjunarliði Stoke í 1-2 sigri á Bristol City. Guðjón Þórðarson var þjálfari Stoke og tveir aðrir Íslendingar, Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, voru í byrjunarliði Stoke í leiknum. Leicester komst þrisvar sinnum í úrslit deildabikarsins undir stjórn Martins O'Neill í kringum aldamótin og vann titilinn í tvígang. Leicester hefur alls þrisvar sinnum unnið deildabikarinn (1964, 1997, 2000). Leikur Aston Villa og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar í baráttu við Frank Lampard, þá leikmann West Ham United.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Leicester City sækir Aston Villa heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Fyrri leikurinn í Leicester fór 1-1. Villa komst síðast í úrslitaleik deildabikarsins 2010 þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Leicester hefur aftur á móti ekki komist í úrslitaleik deildabikarsins síðan 2000, eða í 20 ár. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., lék þá með Leicester. Í úrslitaleiknum sigraði Leicester B-deildarlið Tranmere Rovers, 2-1, með tveimur mörkum fyrirliðans Matts Elliott. Leicester var síðasta liðið sem vann deildabikarinn á gamla Wembley. Matt Elliott, hetja Leicester í úrslitaleik deildabikarsins fyrir 20 árum, lyftir bikarnum.vísir/getty Arnar var ekki í leikmannahópi Leicester í úrslitaleiknum en lék tvo leiki í deildabikarnum tímabilið 1999-2000. Leicester vann báða þessa leiki, gegn Leeds United og Fulham, í vítaspyrnukeppni og í báðum tilfellum skoraði Arnar úr fyrstu spyrnu Leicester. Skömmu eftir úrslitaleik deildabikarsins var Arnar lánaður til Stoke City sem var þá í eigu Íslendinga. Arnar vann Framrúðubikarinn með liðinu vorið 2000. Arnar var í byrjunarliði Stoke í 1-2 sigri á Bristol City. Guðjón Þórðarson var þjálfari Stoke og tveir aðrir Íslendingar, Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, voru í byrjunarliði Stoke í leiknum. Leicester komst þrisvar sinnum í úrslit deildabikarsins undir stjórn Martins O'Neill í kringum aldamótin og vann titilinn í tvígang. Leicester hefur alls þrisvar sinnum unnið deildabikarinn (1964, 1997, 2000). Leikur Aston Villa og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar í baráttu við Frank Lampard, þá leikmann West Ham United.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira