Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 11:18 Önnur rútan valt á hliðina utan við veginn. Sautján ferðamenn voru í henni. Vísir/baldur Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“ Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“
Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57