34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 10:01 Hermenn skoða vettvang eldflaugaárásarinnar sem var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Vísir/AP Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30
Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04