Aprílgabbi frestað Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. janúar 2020 09:00 Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Hvað sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna reynir að kjafta sig út úr leikskólamálinu, þá breytir það því ekki að skerðing þjónustunnar átti að hefjast 1. apríl. Að öðrum kosti hefði sú dagsetning ekki verið nefnd. Það var ekki borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem komu málinu á dagskrá borgarstjórnarfundar þann 20. janúar sl. Heldur komst málið á dagskrá þar sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á þeim fundi að hætt yrði við þessa þjónustuskerðingu. Það var ekki fyrr en á þeim fundi sem borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna taldi það nauðsynlegt að fram færi ítarlegt mat á jafnréttislegum áhrifum þjónustuskerðingarinnar áður en hún ætti sér stað. Ásamt samráði við fulltrúa foreldra leikskólabarna. En þeim hópi var haldið frá samráði þegar meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla og frístundaráði borgarinnar lagði til þessa að þjónustuskerðingu. Það er þó ekki hægt að halda því fram að eingöngu vegna tillögu borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafi það verið ákveðið að vinna málið betur. Heldur var það fyrst og fremst vegna þess að baklönd Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna loguðu stafna á milli vegna málsins. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna tók ekki afstöðu til tillögunnar, heldur vísuðu henni til borgarráðs, eins og sami borgarstjórnarmeirihluti hafði gert í skóla og frístundaráði. Það að ekki hafi verið ákveðið að hætta við þjónustuskerðinguna, heldur framkvæma hana að loknu jafnréttismati og auknu samráði, vekur upp þær spurningar hvort að saga þess samráðs verði á sama veg og svokallað samráð við foreldra grunnskólabarna í Grafarvogi, þar sem samráðið var í formi tilkynningar um ákvörðun sem þá þegar hafði verið tekin, en ekki til þess að hlusta á og taka tillit til sjónarmiða foreldra grunnskólabarna í hverfinu. Það virðist nefnilega ekki vera svo, eins og dæmin sanna, að í bókum borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að samráð sé leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu um mál. Að lokum má svo í ljósi þess að borgarstjórn er farin að funda aftur reglulega eftir jólaleyfi má spyrja af hverju afgreiða átti jafn stórt mál og skerðingu á þjónustu leikskólanna á lokuðum fundi borgarráðs. Þar sem jafnvel væri hægt að taka ákvörðun um að bókanir vegna málsins færu í svokallaða trúnaðarbók og kæmu ekki fram í fundargerð borgarráðs, í stað þess að málið væri tekið fyrir á fundi borgarstjórnar. Þar sem allir þeir sem vildu gætu fylgst með framvindu málsins í meðferð borgarstjórnar. Höfundur er varaformaður Verkalýðraðs Sjalfstæðisflokksins.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun