Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 17:37 Starfsmaður á lestarstöð í Wuhan skimar fyrir farþegum með hita. Almenningssamgöngum til borgarinnar hefur verið lokað vegna faraldursins. Vísir/EPA Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003. Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003.
Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01