Fórnar Ólympíuleikunum til að berjast fyrir frelsi manns sem situr í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:30 Maya Moore með Ólympíugullið sitt frá því í Ríó 2016. Getty/Jesse D. Garrabrant Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020 Bandaríkin NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020
Bandaríkin NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira