Frakklandsforseti húðskammaði ísraelskan lögreglumann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 22:47 Macron var ekki sáttur. Skjáskot/Twitter Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana. Frakkland Ísrael Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana.
Frakkland Ísrael Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira