Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2020 15:25 Seint verður sagt að kært sé með þeim Reyni og Arnþrúði en þau mætast í dómsal í vikunni í máli Reynis á hendur útvarpsstjóranum. Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur telur það kúnstugt að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sé verjandi Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. „Gríðarlega gaman að hann skuli vera þarna. Hann kallaði okkur á sínum tíma síbrotamenn á sviði ærumeiðinga,“ segir Reynir í samtali við Vísi. Ávallt sýknaður í meiðyrðamálum Á fimmtudaginn verður aðalmeðferð í máli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur. Reynir vill ekki una því að sitja undir ummælum sem Arnþrúður lét falla í símatíma á Útvarpi Sögu: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“ var meðal þess sem haft var eftir Arnþrúði um Reyni. Gunnar Ingi og Vilhjálmur eru með þeim sjóaðari innan lögmannastéttarinnar í að fást við meiðyrðamál. Vilhjálmur lögmaður hefur talsverða reynslu í að sækja ærumeiðingamál á hendur Reyni en er nú í vörninni. Lögmaður Reynis er hins vegar Gunnar Ingi Jóhannsson en bæði hann og Vilhjálmur hljóta að teljast helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði, í því sem snýr að ærumeiðingum og málum tengdum fjölmiðlum. Reynir segir hins vegar að greinargerð Arnþrúðar hljóti að teljast siðanefndamál fyrir Lögmannafélagið. „Í öllum siðuðum samfélögum er það svo að þegar menn eru sýknaðir í málum er þeim ekki velt uppúr því. En í greinagerð Arnþrúðar er tíundað að ég hafi margsinnis verið dreginn fyrir dóm fyrir ærumeiðingar þess látið ógetið að ég hef alltaf verið sýknaður; í hverju einasta tilviki.“ Sagður framleiða falsfréttir á færibandi Reynir segist vera slakur. Þetta fari fyrir dóm og vonandi fái málið réttláta málsmeðferð. „Í mínum huga er enginn vafi, þessi orð voru sögð og þau verða rekin til baka. Hún sagði að ég hafi falsað fréttir. Svo sagði hún að ég hafi kostað mörg mannslíf fyrir utan allan trega sem ég beri ábyrgð á. Það þýðir bara tvennt að ég sé manndrápari eða morðingi og svo að hafa falsað fréttir til að valda fólki harmi. Ég þekki engin dæmi um slíkt,“ segir Reynir. Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu en símatími stöðvarinnar er afar umdeildur og hefur valdið usla. Hann segir þetta eins alvarlegt og það geti orðið, að fá að sitja undir því að hafa drepið fólki og svo sem blaðamaður að hafa framleitt falsfréttir á færibandi. Og engin rök færð fyrir þeim staðhæfingum eða dæmi nefnd. Neitar að sitja undir öðru eins „Hvað veldur því að konan talar svona? Og ekki minnsta tilraun gerð til að biðja fólk afsökunar eða jafna málið út. Ég er seinþreyttur til vandræða, er litið fyrir að fara með mál fyrir dómsstóla en þetta er of alvarlegt til að hægt sé að sitja undir því. Jafnvel þó það sé Arnþrúður Karlsdóttir sem segir þetta.“ Reynir segist ekki muna hver miskabótakrafan sé. Aðalatriðið í hans huga er að orð Arnþrúðar verði dæmd dauð og ómerk. „Og það verður þá bara þannig að eftir megi hún heita ómerkingur. Annað hvort verður það staðfest að ég sé morðingi eða hún dæmdur ómerkingur,“ segir Reynir og að ekkert sé þar á milli.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira