Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:00 Marcus Rashford liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst á baki í bikarleik á móti Úlfunum. Getty/Alex Livesey Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira