Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:00 Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar