Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:00 Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er „Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”. Samkvæmt skýrslu Carbon Disclosure Project frá árinu 2017, eru 100 stórfyrirtæki ábyrg fyrir 71% af losun koltvísýrings (CO2) í heiminum. Það er því mikilvægt að skoða hvernig Alþjóðaefnahagsráðið, sem er aðildarfélaga-stofnun með hundruði leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja innanborðs, setur tóninn. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni Þema Davos-fundarins í ár vísar í þær stóru breytingar sem eru að eiga sér stað - í tækni, alþjóðapólitík, umhverfismálum og samfélaginu. Hvort að hröð þróun muni mótast í uppbyggilegan farveg á næstu árum, veltur á framsækinni sýn og góðum stjórnarháttum í einka- og opinbera geiranum, í fjárfestingum og hjá öðrum hagaðilum. Þar skiptir lykilmáli að samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Klaus Schwab, formaður og stofnandi Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á sl. 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Breytingar, kraftaverk og skýr sýn Áskoranir sem blasa við mannkyninu eiga það sameiginlegt að við þurfum að takast á við þær í sameiningu, hvort sem um ræðir þvert á landamæri eða þvert á hagaðila innan ríkja. Víða hriktir í stoðum kerfa og innviða á sama tíma og loftslagsváin og dvínandi líffræðilegur fjölbreytileiki kalla á breytingar, skýra og framsækna sýn og aðgerðir. Í áramótagrein sinni skrifaði umhverfisritstjóri The Economist að það þurfi “kraftaverk til” ef að loftslagsmarkmiðin sem sett voru fram með Parísarsáttamálanum eiga að nást. Losun eykst nú á milli ára og okkur gengur ekki sem skyldi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Mælikvarðar um heilbrigði og hagvöxt Klaus Schwab talar um “endalok skammsýninnar”, við þurfum að fara áætla lengra fram í tímann. “Í okkar heimi, þar sem alþjóðleg virðiskeðja og alþjóðleg fyrirtæki með gríðarlega tæknilega getu til að hafa áhrif eru mörg, er skammsýni hvorki sjálfbær né raunhæf.” Alþjóðaefnahagsráðið talar fyrir því að við endurhugsum alþjóðlegt efnahagskerfi, þannig að hlutverk ólíkra hagaðila sé skýrt og að samstarf þeirra á milli sé skilvirkt. Hugmyndin er að áhersla á ‘hagkerfi hagaðila’ geri okkur betur í stakk búin til að takast á við næstu 50 árin og lengur. Þríþætt árangursmæling Meðal þess sem Alþjóðaefnahagsráðið, ásamt sínum fjölmörgu samstarfsaðilum, leggur áherslu á er að við göngum lengra í að endurhugsa hagvaxtarmælingar með skírskotun í samfélagslega og umhverfislega þætti. Að ríki og fyrirtæki innleiði á markvissari hátt mælingar á árangri i átt að Parísarsáttmálanum og heimsmarkmiðunum. Að fyrirtæki á markaði innleiði UFS (e. ESG) mælikvarða, sem upplýsa um frammistöðu á sviðum umhverfis, félagslegra þátt og stjórnarhátta. Og að lokum er lagt til að útreikningar á áhrifum á loftslagið og UFS mælikvarðarnir verði hluti af ársskýrslum og rekstrarreikningum. Að samtakamáttur aukist Það er ekki langt síðan að áherslur og störf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaefnahagsráðsins voru töluvert aðgreind. Sú aðgreining var líklega táknræn fyrir aðgreiningu opinbera- og einkageirans. Sameinuðu þjóðirnar eru fjölþjóðastofnun, stofnuð til að framfylgja mannréttindum og friði í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldanna. Alþjóðaefnahagsráðið var stofnað árið 1971 í þeim tilgangi að auka samstarf og viðskipti milli fyrirtækja um allan heim. Í dag eru markmið beggja stofnanna orðin samofnari og samstarfið hefur aukist. Hagsmunir heildarinnar, en ekki bara hluthafa, tróna nú ofar hjá fyrirtækjum og frjárfestingasjóðum. Enda rík þörf þar á. Á sama tíma eru vaxandi áhyggjur af dvínandi samstöðumætti ríkja á alþjóðavettvangi og einnig á milli hagaðila innan einstakra ríkja. Á Janúarráðstefnu Festu munum við horfa til ofangreindra þátta, við ætlum að setja niður vörður til framtíðar, rýna í tækifæri og áskoranir sem blasa við hér heima og á erlendum mörkuðum, allt í gegnum linsur sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun