Tom Brady opinn fyrir því að spila með öðru liði en New England Patriots Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 18:00 Það er erfitt að sjá Tom Brady fyrir sér í einhverju öðru en búningi New England Patriots. Getty/Maddie Meyer Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni. NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira
Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni.
NFL Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira