Tom Brady opinn fyrir því að spila með öðru liði en New England Patriots Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 18:00 Það er erfitt að sjá Tom Brady fyrir sér í einhverju öðru en búningi New England Patriots. Getty/Maddie Meyer Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni. NFL Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni.
NFL Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira