Að minnsta kosti þrír hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 12:00 Tveir hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar. vísir/vilhelm Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem kom fram að sex manns hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu. Þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Sexmenningarnir hafi verið handteknir síðastliðinn sólahring samfara mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Lögreglan verst allra frétta í málinu og í tilkynningunni í gær voru fjölmiðlar beðnir um að virða það. Fréttastofa hafði í morgun samband við nokkra lögmenn mannana sem sögðust ekki hafa fengið miklar upplýsingar um málið sem væri á forstigi en málið virðist vera umfangsmikið. Ómar Örn Bjarnþórsson hjá Íslensku lögfræðistofunni er lögmaður eins sexmenninganna. Hann hefur kært gæsluvarðahaldsúrskurð umbjóðana síns til Landsréttar. Magnús Jónsson hjá Vivos lögmönnum sem er einnig lögmaður eins sexmenninganna hefur líka kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þá hefur þriðji maðurinn einnig kært úrskurðinn til Landsréttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fleiri lögmenn voru að íhuga að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð umbjóðenda sinna til Landsréttar þegar fréttastofa hafði samband en þeir hafa þrjá sólahringa til þess.Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 með upplýsingum um kæru þriðja mannsins til Landsréttar. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Að minnsta kosti þrír sexmenningana sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem kom fram að sex manns hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu. Þetta hafi verið gert í þágu rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti. Sexmenningarnir hafi verið handteknir síðastliðinn sólahring samfara mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þar sem ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi verið lagt hald á fíkniefni, vopn og fjármuni. Lögreglan verst allra frétta í málinu og í tilkynningunni í gær voru fjölmiðlar beðnir um að virða það. Fréttastofa hafði í morgun samband við nokkra lögmenn mannana sem sögðust ekki hafa fengið miklar upplýsingar um málið sem væri á forstigi en málið virðist vera umfangsmikið. Ómar Örn Bjarnþórsson hjá Íslensku lögfræðistofunni er lögmaður eins sexmenninganna. Hann hefur kært gæsluvarðahaldsúrskurð umbjóðana síns til Landsréttar. Magnús Jónsson hjá Vivos lögmönnum sem er einnig lögmaður eins sexmenninganna hefur líka kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Þá hefur þriðji maðurinn einnig kært úrskurðinn til Landsréttar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fleiri lögmenn voru að íhuga að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð umbjóðenda sinna til Landsréttar þegar fréttastofa hafði samband en þeir hafa þrjá sólahringa til þess.Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 með upplýsingum um kæru þriðja mannsins til Landsréttar.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira